Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

107. fundur 27. ágúst 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  107 – 27.08.2007
 
Ár 2007, mánudaginn 27. ágúst var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 9.45 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: H. Vanda Sigurgeirsdóttir, sem skrifaði fundargerð, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir. Af hálfu starfsmanna María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri.
 
Dagskrá:
1.      Ráðning í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja.
2.      Málefni íþróttamannvirkja,  rekstrarfyrirkomulag og mannaráðningar.
3.      Hús frítímans.
4.      Tilnefning  í framkvæmdaráð Húss frítímans.
5.      Félagsmiðstöðin Friður.
6.      Lok vinnuskólans og Sumar T.Í.M.
7.      Frístundastrætó.
8.      Bréf frá sundgörpum og „Húnafélögum“.
9.      Önnur mál .
 
Afgreiðslur:
1. Ráðning í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja.
Félags- og tómstundanefnd frestar ráðningu í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja um óákveðinn tíma á meðan víðtæk endurskipulagning á rekstri íþróttamannvirkjanna fer fram en henni skal vera lokið fyrir 1. des. n.k.
 
2. Málefni íþróttamannvirkja,  rekstrarfyrirkomulag og mannaráðningar.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að Árskóli sjái um rekstur íþróttahússins frá kl. 8 til 16.00 á daginn og samþykkir drög að samningi milli frístundastjóra og skólastjóra Árskóla um rekstur íþróttahússins á Sauðárkróki skólaárið 2007 – 2008. Nefndin vísar samningnum til  sveitarstjórnar til samþykktar.
 
Nefndin mun óska eftir viðræðum við UMF Tindastól f.h.  íþróttahreyfingarinnar , um hugsanlegan rekstur hússins eftir kl. 16.00 á daginn og um helgar. Nefndin felur frístundastjóra að vinna málið áfram.
 
Frístundastjóri upplýsti um stöðu mannaráðninga í málaflokknum.
 
3. Hús frítímans.
Félags- og tómstundanefnd leggur til við Bygggðaráð að staða forstöðumanns Húss frítímans og deildarstjóra félagsstarfs verði auglýst. Launakostnaður rúmast á fjárhagsáætlun.
 
4. Tilnefning  í framkvæmdaráð Húss frítímans.
Félags- og tómstundanefnd tilnefnir 7 manna framkvæmdaráð, sem starfar fram að opnun hússins. Nefndin tilnefnir Guðmund Márusson og Stefán Guðmundsson f.h. borgara eldri en 60 ára, Ragnhildi Friðriksdóttur fulltrúa ungs fólks eldri en 18 ára, Silju Ýr Gunnarsdóttur fulltrúa unglinga yngri en 16 ára, Steinunni Rósu Guðmundsdóttur f.h. fullorðinna með fötlun, Ivano Tasin  starfsmann frístundadeildar og Þórdísi Friðbjörnsdóttur varaformann Félags- og tómstundanefndar. María Björk Ingvadóttir frístundastjóri er starfsmaður ráðsins. Nefndarkostnaður greiddur af fjárhagslið 063 90.
 
5. Félagsmiðstöðin Friður.
Ákveðið að félagsmiðstöðin verði áfram til húsa í kjallara Árskóla þar til Hús frítímans opnar.
 
6. Lok vinnuskólans og Sumar T.Í.M.
Frístundastjóri kynnir skýrslu verkefnastjóra Sumar T.Í.M. þar sem fram kemur m.a. að yfir 80#PR barna á aldrinum 5-12 ára hafi tekið þátt í  verkefninu í sumar. Þá sýna fyrstu niðurstöður könnunar mikla ánægju foreldra og barna með verkefnið. Nefndin leggur til að Sumar T.Í.M. verði skipulagt með svipuðu sniði fyrir næsta sumar. Nefndin þakkar öllum sem komu að Sumar T.Í.M. kærlega fyrir fórnfúst og gott starf í sumar.
 
7. Frístundastrætó – Nefndin ákveður að fara í tilraunaverkefni í vetur þar sem boðið verður upp á akstur til og frá Hofsósi, Hólum og Varmahlíð á föstudögum með börn og unglinga úr 7-10. bekkjum  grunnskólanna, eldri borgara, fullorðið fólk með fötlun og aðra þá sem það vilja, til Sauðárkróks  í þeim tilgangi að auka þátttöku þeirra í tómstundum, íþróttum og menningu. Styrkur upp á 500.000 kr. frá forvarnarsjóði fékkst til verkefnisins sem nægir fyrir rekstrinum á þessu ári. Tvö tilboð hafa borist í aksturinn, frá TREX og Suðurleiðum. Ákveðið er að taka tilboði TREX og hefja akstur  5. október.
 
8. Bréf frá sundgörpum og „Húnafélögum“ um aukna þjónustu við gesti sundlaugarinnar. Nefndin tekur jákvætt í málið og samþykkir að auka verulega þjónustu við sundlaugargesti frá og með 1. september n.k.  Laugin opni fyrr á morgnana og verði meira opin fyrir almenning en tíðkast hefur. Frístundastjóra falið að sjá um útfærslu á vaktafyrirkomulagi.
 
9. Önnur mál. Rætt um útfærslu á Vetrar T.Í.M.  og greiðslu Hvatapeninga til vetrarstarfs í tómstundum , íþróttum og menningu. Samþykkt að fela Frístundastjóra að gera tillögu í samstarfi við íþróttahreyfinguna og aðra frístundaaðila og móta reglur um greiðslu Hvatapeninga.
 
Fundi slitið kl. 12.15