Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 109 – 2.10.2007
Fundur 109 – 2.10.2007
Ár 2007, þriðjudaginn 2. október, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og kl. 14:00 í Ráðhúsinu. Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir, ásamt Gunnari M. Sandholt og Maríu Björk Ingvadóttur.
dagskrá
- Kjör formanns
- Önnur mál
Afgreiðslur
Gunnar Sandholt setti fund f.h. sveitarstjóra og stjórnaði formannskjöri. Hann stakk upp á Sveini Allan Morthens sem formanni og var tillagan samþykkt samhljóða. Sveinn Allan þakkaði stuðninginn og tók við fundarstjórn.
Önnur mál.
a) Farið var yfir verkefnastöðu íþrótta- og tómstundamála
b) Lögð var fram rekstrarstaða félagsmála 1.1.07 – 31.8.2007 og farið yfir hana og stöðu helstu verkefna
c) Lögð fram jafnréttisáætlun sem nú hefur verið borin út á flest heimili í Skagafirði.
Fundi slitið kl. 15,00.