Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

113. fundur 13. nóvember 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  113 – 13. nóvember 2007
 
 
Ár 2007, þriðjuudaginn 13. nóvember,  var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar  kl. 13:00 í Ráðhúsinu. Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir, af hálfu starfsmanna, Gunnar M. Sandholt, Ivano Tasin og María Björk Ingvadóttir, sem ritaði fundargerð.
 
dagskrá
1.       Trúnaðarmál
2.       Fjárhagsáætlun frístundamála fyrir 2008
3.      Önnur mál
 
Afgreiðslur :
 
 
 
 
1.      Samþykkt ein beiðni í einu máli.
2.      Félags- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur frístundastjóra að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 og vísar þeim til Byggðarráðs. Útgjöld samkvæmt tillögunum eru fyrir íþróttamál áætluð kr. 163.279.760. Þar af innri velta 97.000.005. kr. Útgjaldaaukning er 4,5 #PR milli áætlana 2007 og 2008. Útgjöld samkvæmt tillögunum eru fyrir æskulýðsmál kr.50.905.400 , sem er 34#PR aukning milli áætlana 2007 og 2008.
Mestu munar um tilkomu Húss frítímans en þar er  gert ráð fyrir stóraukinni  frítímaþjónustu sérstaklega við eldri borgara en einnig ungt fólk eldra en 16 ára og unglinga. 
Þá var einnig rætt um að auka afþreyingu fyrir 5-11 ára gömul börn með enn vandaðri dagskrá og þjónustu Sumar T.Í.M. – tómstunda, -íþrótta- og menningar- tilboða.
Nefndin fjallaði sérstaklega um aukinn aðgang barna og unglinga sem búsett eru í sveitarfélaginu að sundstöðunum  og leggur til við Byggðarráð að frá áramótum verði frítt í sund fyrir yngri en 16 ára en nú þegar er frítt í sund fyrir eldri borgara og öryrkja.  Fjallað var sérstaklega um samning sveitarfélagsins við U.M.F. Tindastól frá 1999 um aðkomu þess að rekstri skíðasvæðisins í Tindastóli og ákveðið að skipa starfshóp um endurskoðun hans.

Nefndin samþykkti að samræma og uppfæra gjaldskrá íþróttamannvirkja og endurskoða núverandi rekstrarfyrirkomulag sundlaugarinnar á Sauðárkróki sem leitt gæti til sparnaðar í rekstri hennar.  
 
3.      Önnur mál,  engin.
 
Fundi slitið kl. 15.15