Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 114 – 20. nóvember 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 20. nóvember, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar kl. 15:00 í Ráðhúsinu. Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og af hálfu starfsmanna María Björk Ingvadóttir, sem ritaði fundargerð.
dagskrá
1. Félagsstarf eldri borgara.
2. Breyting á gjaldskrá í sundlaugar í Skagafirði.
3. Tilnefningar í starfshóp um endurskoðun rekstrarsamnings skíðasvæðis.
4. Breytingar á gjaldskrá í íþróttahúsunum.
5. Bréf frá Barna- og unglingadeild Golfklúbbs Sauðárkróks.
Afgreiðslur :
1. Nefndin leggur til og vísar til Byggðaráðs að styrkur til félagsstarfs eldri borgara á gjaldalið 02400 verði 5.150.000.- á fjárhagsáætlun 2008.
2. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á gjaldskrá í sundlaugum og vísar til byggðarráðs að gjaldskrá í sundlaugar Sveitarfélagsins í Skagafirði verði frá áramótum:
Fyrir börn yngri en 16 ára með lögheimili í Skagafirði – frítt
Fyrir eldri borgara og öryrkja með lögheimili í Skagafirði- frítt
Stakur aðgangur fullorðinna – 350.-
10 miða aðgangskort . 2700.-
30 miða aðgangskort 5500.-
Árskort 25000.-
3. Félags- og tómstundanefnd leggur til að f.h. Sveitarfélagsins sitji í starfshópi um endurskoðun rekstrarsamnings skíðasvæðis: Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri, Sveinn Allan Morthens, formaður Félags- og tómstundanefndar og María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri. Óskað er eftir því við U.M.F.Tindastól að 3 verði tilnefndir í starfshópinn fyrir 1. des. Nefndin óskar eftir því við atvinnu- og ferðamálanefnd að hún skipi sinn fulltrúa í hópinn.
4. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til Byggðaráðs hækkun á gjaldskrá í íþróttahúsunum frá 1. janúar 2008. Gjaldskráin verði sem hér segir:
1/3 salur og íþróttasalur v. Freyjugötu 2.700.-
2/3 salur og salur í Varmahlíð 5.000.-
1/1 salur 7.000.-
Þreksalur í íþróttahúsi á Skr. 1.500.-
Búningsaðstaða í íþróttahúsinu á Skr. 1.000.-
5. Tekið fyrir bréf frá Barna – og unglingadeild GSS sem óskar eftir inniaðstöðu fyrir golfíþróttina yfir vetrartímann. Sveinn Allan Morthens víkur af fundi. Félags- og tómstundanefnd felur frístundastjóra að ræða við formann barna- og unglingadeildar GSS.
Sveinn Allan Morthens kemur aftur til fundar.
Fundi slitið kl. 17:00
Fundur 114 – 20. nóvember 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 20. nóvember, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar kl. 15:00 í Ráðhúsinu. Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og af hálfu starfsmanna María Björk Ingvadóttir, sem ritaði fundargerð.
dagskrá
1. Félagsstarf eldri borgara.
2. Breyting á gjaldskrá í sundlaugar í Skagafirði.
3. Tilnefningar í starfshóp um endurskoðun rekstrarsamnings skíðasvæðis.
4. Breytingar á gjaldskrá í íþróttahúsunum.
5. Bréf frá Barna- og unglingadeild Golfklúbbs Sauðárkróks.
Afgreiðslur :
1. Nefndin leggur til og vísar til Byggðaráðs að styrkur til félagsstarfs eldri borgara á gjaldalið 02400 verði 5.150.000.- á fjárhagsáætlun 2008.
2. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á gjaldskrá í sundlaugum og vísar til byggðarráðs að gjaldskrá í sundlaugar Sveitarfélagsins í Skagafirði verði frá áramótum:
Fyrir börn yngri en 16 ára með lögheimili í Skagafirði – frítt
Fyrir eldri borgara og öryrkja með lögheimili í Skagafirði- frítt
Stakur aðgangur fullorðinna – 350.-
10 miða aðgangskort . 2700.-
30 miða aðgangskort 5500.-
Árskort 25000.-
3. Félags- og tómstundanefnd leggur til að f.h. Sveitarfélagsins sitji í starfshópi um endurskoðun rekstrarsamnings skíðasvæðis: Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri, Sveinn Allan Morthens, formaður Félags- og tómstundanefndar og María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri. Óskað er eftir því við U.M.F.Tindastól að 3 verði tilnefndir í starfshópinn fyrir 1. des. Nefndin óskar eftir því við atvinnu- og ferðamálanefnd að hún skipi sinn fulltrúa í hópinn.
4. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til Byggðaráðs hækkun á gjaldskrá í íþróttahúsunum frá 1. janúar 2008. Gjaldskráin verði sem hér segir:
1/3 salur og íþróttasalur v. Freyjugötu 2.700.-
2/3 salur og salur í Varmahlíð 5.000.-
1/1 salur 7.000.-
Þreksalur í íþróttahúsi á Skr. 1.500.-
Búningsaðstaða í íþróttahúsinu á Skr. 1.000.-
5. Tekið fyrir bréf frá Barna – og unglingadeild GSS sem óskar eftir inniaðstöðu fyrir golfíþróttina yfir vetrartímann. Sveinn Allan Morthens víkur af fundi. Félags- og tómstundanefnd felur frístundastjóra að ræða við formann barna- og unglingadeildar GSS.
Sveinn Allan Morthens kemur aftur til fundar.
Fundi slitið kl. 17:00