Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 115 – 4.12.2007
Fundur 115 – 4.12.2007
Ár 2007, þriðjudaginn 4. desember, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna mættu Aðalbjörg Hallmundsdóttir, María Björk Ingvadóttir og Gunnar M. Sandholt.
Þórdís og Gunnar skrifuðu fundargerð.
dagskrá
- Trúnaðarmál
- Heimaþjónusta, gjaldskrá
- Akstur fatlaðra
- Dagvist aldraðra
- Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar
- Fjárhagsáætlun 2008
- Skátafélagið Eilífsbúar, styrkumsókn fyrir árið 2007
- Önnur mál
Afgreiðslur
- Eitt mál kynnt, afgreiðslu vísað til félagsmálastjóra skv. reglum. Aðalbjörg vék af fundi.
- Gjald fyrir hverja vinnustund 2008 verður sem nemur launaflokki 123 – 5, skv. kjarasamningum, 1.419 kr. (var 1.397 kr.). Gjaldflokkar ráðast af bótum almannatrygginga og verða reiknaðir út þegar upphæðir liggja fyrir hjá Tryggingastofnun ríkisins. Gjaldskráin að öðru leyti óbreytt. Vísað til Byggðarráðs.
- Gjald fyrir mánaðarkort verður kr. 2.500 (var 2.300 kr.) og kr. 300 (var 230 kr.) fyrir staka ferð frá 1. janúar 2008. Vísað til Byggðarráðs.
Rætt um þjónustuþörf. Álag á þjónustubíl hefur verið mikið á vissum tímum dags þannig að ekki geta allir umsækjendur fengið þjónustu á kjörtíma nema með notkun aukabifreiðar. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að lausn, en nefndin leggur áherslu á að unnið sé innan ramma þeirrar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár, sem kynnt hefur verið til fyrri umræðu
- Umfjöllun frestað til næsta fundar.
- Samþykkt að útreikningur grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar verði óbreyttur frá fyrra ári, þ.e. miðað sé við tilgreindar bætur almannatrygginga eins og þær voru í maí 2006 og vísitala neysluverðs til uppfærslu. Fjárhagsaðstoð til einstaklings verður 99.328 kr. á mánuði frá 1. janúar 2008. Vísað til Byggðarráðs.
- Frestað til næsta fundar að rýna frekar í fjárhagsáætlun næsta árs.
María Björk kom á fundinn
- Samþykkt að heildarstyrkur til Skátafélagsins Eilífsbúa árið 2007 verði 240.000 kr.
- Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 11. desember kl. 14.
Fundi slitið kl. 16.00.