Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

116. fundur 11. desember 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  116 – 11.12.2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 11. desember,  var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar  kl. 14:00 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.

Af hálfu starfsmanna mættu María Björk Ingvadóttir og Gunnar M. Sandholt.
María Björk og Gunnar skrifuðu fundargerð.
 
dagskrá
  1. Skíðasvæðið í Tindastóli, samningur um rekstur
  2. Fjárhagsáætlun 2008, málaflokkur 06 frístundamál
  3. Hvatapeningar, vetrarstarf 2007-2008
  4. Sundlaugar í Skagafirði, útfærsla fríkorta
  5. Félagsstarf eldri borgara, húsnæði
  6. Dagvist aldraðra
  7. Fjárhagsáætlun 2008, gjaldaflokkur 02 félagsmál
  8. Gjaldskrá fyrir stuðningsfjölskyldur
  9. Önnur mál

Afgreiðslur
 
  1. Félags- og tómstundanefnd leggur til við Byggðarráð að samþykkt verði breyting á 5. grein samnings Sveitarfélagsins við U.M.F.Tindastól vegna reksturs skíðasvæðisins. Þar standi „Jafnframt mun  Sveitarfélagið Skagafjörður greiða alls 2774 dagvinnustundir sem jafngildir tveimur stöðugildum í 8 mánuði árið 2008. Þetta er gert til reynslu í eitt ár.“ Í fyrri samþykkt var gert ráð fyrir 600 tímum á ári sem með mikilli uppbyggingu og breytingum á rekstri svæðisins hafa reynst vera of fáir. Í raun hafa verið greiddir um 1500 tímar á ári.
  2. Lagt er til við Byggðarráð að sú breyting verði gerð á fjárhagsáætlun að framlag til Skíðasvæðis, málaflokkur 06650 hækki úr kr. 4.094.000.- eins og gert var ráð fyrir í fyrri umræðu  í kr. 6.100.000.-  Fjárhagsáætlun stendur óbreytt að öðru leyti.
  3. Félags- og tómstundanefnd samþykkir eftirfarandi reglur um greiðslu Hvatapeninga fyrir tímabilið september-desember 2007. „ Foreldrar allra barna og unglinga 12-16 ára ( f. 1991-´94) með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, eiga rétt á 8.000.- krónum í Hvatapeninga einu sinni á ári fyrir hvert barn að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Yngri árgangar höfðu möguleika á að fá Hvatapeninga í gegnum Sumar T.Í.M sl. sumar. Æfinga-og þátttökugjöld þurfa að lágmarki að nema 30.000.- og þarf að stunda eitthvað tvennt af sviði tómstunda, íþrótta og menningar. Systkini á þessum aldri sem ekki ná hvert um sig lágmarksupphæð, geta nýtt sér tvö og tvö saman eina greiðslu  Hvatapeninga. Endurgreiðslan nær til eftirfarandi þátttökugjalda; íþróttahreyfingarinnar, hestamannafélaga, Tónlistarskóla, Skátastarfs, Farskóla og annarra sem viðurkenndir eru af Frístundadeild.  Sótt er um á eyðublaði á heimasíðu sveitarfélagsins eða í Ráðhúsinu og er umsóknarfrestur til 18. janúar 2008.
  4. Frístundastjóri kynnir útfærslu á væntanlegum kortum sem veitir börnum og eldri borgurum frían aðgang að sundlaugum.
  5. Félags- og tómstundanefnd óskar eftir því við Menningarnefnd/hússtjórn Félagsheimilisins Ljósheima að framlengdur verði tímabundinn leigusamningur við Ljósheima vegna félagsstarfs eldri borgara uns Hús frítímans tekur til starfa.
  6. Nefndin hefur farið gaumgæfilega yfir starfsemi Dagvistar aldraðra. Brýn þörf er talin á að fjölga starfsmönnum um sem nemur 0,75 ársverki. Kostnaður vegna þessa yrði
    2.400.000 kr. Nefndin leggur til við byggðarráð og sveitarstjórn að þeirri upphæð verði bætt við launalið gjaldal. 02420.
  7. Nefndin leggur til að gjaldaliður 02890 „ýmsir styrkir og framlög“ verði lækkaður um kr. 1.000.000 frá núverandi áætlun.
  8. Lögð fram tillaga frá Barnaverndarnefnd um breytingar á gjaldskrá stuðningsfjölskyldna. Breytingarnar rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar. Samþykkt og vísað til Byggðarráðs.
  9. Önnur mál.
    a) Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 5.des. 07 þar sem óskað er eftir að framkvæmdaáætlun í barnavernd verði lokið fyrir 1. febrúar 2008. Barnaverndarnefnd Skagafjarðar hefur málið til meðferðar.
    b) Lögð fram niðurstaða Kristjáns Kristjánssonar um greiningu á aðgengi fyrir fatlaða að byggingum sveitarfélagsins. Nefndin þakkar Kristjáni fyrir vinnu hans og felur félagsmálastjóra að óska eftir sameiginlegum fundi með skipulags- og byggingarnefnd í janúar þar sem farið verði rækilega yfir greininguna.
    c) Kynntar umsóknir um styrki árið 2008.
 Fleira ekki gert, upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 16.03.