Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 116 – 11.12.2007
Fundur 116 – 11.12.2007
Ár 2007, þriðjudaginn 11. desember, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar kl. 14:00 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna mættu María Björk Ingvadóttir og Gunnar M. Sandholt.
María Björk og Gunnar skrifuðu fundargerð.
dagskrá
- Skíðasvæðið í Tindastóli, samningur um rekstur
- Fjárhagsáætlun 2008, málaflokkur 06 frístundamál
- Hvatapeningar, vetrarstarf 2007-2008
- Sundlaugar í Skagafirði, útfærsla fríkorta
- Félagsstarf eldri borgara, húsnæði
- Dagvist aldraðra
- Fjárhagsáætlun 2008, gjaldaflokkur 02 félagsmál
- Gjaldskrá fyrir stuðningsfjölskyldur
- Önnur mál
- Félags- og tómstundanefnd leggur til við Byggðarráð að samþykkt verði breyting á 5. grein samnings Sveitarfélagsins við U.M.F.Tindastól vegna reksturs skíðasvæðisins. Þar standi „Jafnframt mun Sveitarfélagið Skagafjörður greiða alls 2774 dagvinnustundir sem jafngildir tveimur stöðugildum í 8 mánuði árið 2008. Þetta er gert til reynslu í eitt ár.“ Í fyrri samþykkt var gert ráð fyrir 600 tímum á ári sem með mikilli uppbyggingu og breytingum á rekstri svæðisins hafa reynst vera of fáir. Í raun hafa verið greiddir um 1500 tímar á ári.
- Lagt er til við Byggðarráð að sú breyting verði gerð á fjárhagsáætlun að framlag til Skíðasvæðis, málaflokkur 06650 hækki úr kr. 4.094.000.- eins og gert var ráð fyrir í fyrri umræðu í kr. 6.100.000.- Fjárhagsáætlun stendur óbreytt að öðru leyti.
- Félags- og tómstundanefnd samþykkir eftirfarandi reglur um greiðslu Hvatapeninga fyrir tímabilið september-desember 2007. „ Foreldrar allra barna og unglinga 12-16 ára ( f. 1991-´94) með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, eiga rétt á 8.000.- krónum í Hvatapeninga einu sinni á ári fyrir hvert barn að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Yngri árgangar höfðu möguleika á að fá Hvatapeninga í gegnum Sumar T.Í.M sl. sumar. Æfinga-og þátttökugjöld þurfa að lágmarki að nema 30.000.- og þarf að stunda eitthvað tvennt af sviði tómstunda, íþrótta og menningar. Systkini á þessum aldri sem ekki ná hvert um sig lágmarksupphæð, geta nýtt sér tvö og tvö saman eina greiðslu Hvatapeninga. Endurgreiðslan nær til eftirfarandi þátttökugjalda; íþróttahreyfingarinnar, hestamannafélaga, Tónlistarskóla, Skátastarfs, Farskóla og annarra sem viðurkenndir eru af Frístundadeild. Sótt er um á eyðublaði á heimasíðu sveitarfélagsins eða í Ráðhúsinu og er umsóknarfrestur til 18. janúar 2008.
- Frístundastjóri kynnir útfærslu á væntanlegum kortum sem veitir börnum og eldri borgurum frían aðgang að sundlaugum.
- Félags- og tómstundanefnd óskar eftir því við Menningarnefnd/hússtjórn Félagsheimilisins Ljósheima að framlengdur verði tímabundinn leigusamningur við Ljósheima vegna félagsstarfs eldri borgara uns Hús frítímans tekur til starfa.
- Nefndin hefur farið gaumgæfilega yfir starfsemi Dagvistar aldraðra. Brýn þörf er talin á að fjölga starfsmönnum um sem nemur 0,75 ársverki. Kostnaður vegna þessa yrði
2.400.000 kr. Nefndin leggur til við byggðarráð og sveitarstjórn að þeirri upphæð verði bætt við launalið gjaldal. 02420. - Nefndin leggur til að gjaldaliður 02890 „ýmsir styrkir og framlög“ verði lækkaður um kr. 1.000.000 frá núverandi áætlun.
- Lögð fram tillaga frá Barnaverndarnefnd um breytingar á gjaldskrá stuðningsfjölskyldna. Breytingarnar rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar. Samþykkt og vísað til Byggðarráðs.
- Önnur mál.
a) Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 5.des. 07 þar sem óskað er eftir að framkvæmdaáætlun í barnavernd verði lokið fyrir 1. febrúar 2008. Barnaverndarnefnd Skagafjarðar hefur málið til meðferðar.
b) Lögð fram niðurstaða Kristjáns Kristjánssonar um greiningu á aðgengi fyrir fatlaða að byggingum sveitarfélagsins. Nefndin þakkar Kristjáni fyrir vinnu hans og felur félagsmálastjóra að óska eftir sameiginlegum fundi með skipulags- og byggingarnefnd í janúar þar sem farið verði rækilega yfir greininguna.
c) Kynntar umsóknir um styrki árið 2008.