Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Guðní Axelsdóttir og Herdís Sæmundardóttir viku fundi undir umfjöllun um trúnaðarmál.
1.Kjör formanns félags- og tómstundanefndar
Málsnúmer 1306191Vakta málsnúmer
Varaformaður Bjarki Tryggvason setti fund í fjarveru formanns. Arnrún Arnórsdóttir hefur beðist lausnar frá nefndarstöfum. Bjarni Jónsson tekur sæti hennar í nefndinni. Bjarki gerði tillögu um að Bjarni Jónsson verði formaður og var það samþykkt samhljóða.
2.Laun í vinnuskóla 2013
Málsnúmer 1306193Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerir tillögu að því að laun í vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði óbreytt frá síðasta ári. Tímakaup verður sem hér segir 7. bekkur kr. 361, 8. bekkur kr. 413, 9. bekkur kr. 491 og 10. bekkur kr. 620. Miðað við þessar tölur og þátttöku í vinnuskólanum verður fjárhagsliðurinn samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
3.Húsnæði til tómstundaiðju
Málsnúmer 1306068Vakta málsnúmer
Nefndin ræddi erindið en í ljósi þess að þarna er verið að óska eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður kaupi eða leigi húsnæði, er erindinu vísað til byggðarráðs.
4.Vinnuskóli, VIT og SumarTím
Málsnúmer 1306192Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti starfssemi vinnuskólans og þátttöku í verkefnum sveitarfélagsins; VIT og SumarTÍM
5.Sólgarðalaug - leiga 2013
Málsnúmer 1305003Vakta málsnúmer
Fyrir liggur samningur um útleigu á Sólgarðasundlaug frá 1. júní til 14. ágúst 2013. Nefndin samþykkir samninginn.
Nefndin samþykkir einnig að hefja stefnumótunavinnu um sundlaugina í Sólgörðum og óskar eftir samstarfi við Atvinnu- og ferðamálanefnd og Fræðslunefnd. Mikilvægt er að hafa íbúa svæðisins með í þessari vinnu.
Nefndin samþykkir einnig að hefja stefnumótunavinnu um sundlaugina í Sólgörðum og óskar eftir samstarfi við Atvinnu- og ferðamálanefnd og Fræðslunefnd. Mikilvægt er að hafa íbúa svæðisins með í þessari vinnu.
6.Fundagerðir þjónustuhóps SSNV 2013
Málsnúmer 1303131Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir þjónustuhóps SSNV
7.Tekjuframlög Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra 2013
Málsnúmer 1306194Vakta málsnúmer
Lögð fram og rædd minnisblöð vegna breyttra forsendna fyrir framlögum Jöfnunarsjóðs til Byggðasamlags málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra. Byggðarráð og stjórn Byggðasamlagsins munu á næstu dögum fjalla nánar um stöðu málsins og viðbrögð.
8.Fjárhagsaðstoð 2013 trúnaðarbók
Málsnúmer 1302075Vakta málsnúmer
Teknar fyrir fjórar umsóknir um fjárhagsaðstoð. Sjá trúnaðarbók
Fundi slitið - kl. 11:26.