Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Gunnar Sandholt yfirgaf fundinn eftir fyrsta mál á dagskrá. Ótthar Edvardsson yfirgaf fundinn eftir þriðja dagskrárlið. Þorvaldur Gröndal yfirgaf fundinn eftir fjórða dagskrárlið. Aðalheiður Hallmundsdóttir kom á fundinn og kynnti tvö síðustu málin. Áheyrnarfulltrúar og Herdís Á Sæmundardóttir yfirgáfu fundinn fyrir umfjöllun um trúnaðarmál.
1.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer
Formaður kynnti áætlun og vinnulag við gerð fjölskyldustefnu. Ákveðið að halda sérstakan vinnufund um verkefnið.
2.Unglingalandsmót 2014
Málsnúmer 1309211Vakta málsnúmer
Drög að samningi samþykkt með áorðnum breytingum.
3.Vinateymisfundur
Málsnúmer 1401046Vakta málsnúmer
Fundargerð Vinateymis sem fundaði með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar lögð fram til kynningar.
4.Hús frítímans - nýting haustið 2013
Málsnúmer 1401085Vakta málsnúmer
Kynntar voru aðsóknartölur í Hús frítímans haustið 2013. Nefndin fagnar aukinni og fjölbreyttri nýtingu hússins.
5.Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi.
Málsnúmer 1401167Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir að veita leyfið til 12 mánaða, enda öll tilskilin leyfi til staðar.
6.Fjárhagsaðstoð 2014 trúnaðarbók
Málsnúmer 1401169Vakta málsnúmer
Samþykkt sjö erindi í sex málum. Fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 16:55.