Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Þorvaldur Gröndal vék af fundi undir dagskrárliðnum trúnaðarmál. Aðalbjörg Hallmundsdóttir mætti á fundinn undir trúnaðarmálum.
1.Þjónusta við fatlað fólk
Málsnúmer 1601186Vakta málsnúmer
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri málefna fatlaðra, lagði fram minnisblað og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður varð leiðandi sveitarfélag í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra frá s.l. áramótum.
Nefndin lýsir yfir ánægju með hvernig innleiðing þessa viðamikla verkefnis hefur tekist til.
Nefndin lýsir yfir ánægju með hvernig innleiðing þessa viðamikla verkefnis hefur tekist til.
2.Laun vinnuskóla og V.I.T. sumarið 2016
Málsnúmer 1511177Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að hækkun launa hjá börnum í Vinnuskóla um 6.2% frá síðasta ári. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.
3.Fyrirspurn v/gúmmíkurl á sparkvöllum
Málsnúmer 1511091Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn frá formanni Ungmennafélagsins Smára og foreldrafélaginu í Varmahlíðarskóla um gúmmíkurl á sparkvöllum. Félags- og tómstundanefnd vísar til bókunar byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um málefnið dags. 17.03.2016 og felur forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að svara erindinu.
4.Íþrótta-og leikjanámskeið í Fljótum. Umsókn um styrk
Málsnúmer 1603113Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Arnþrúði Heimisdóttur, f.h. foreldrafélags Grunnskólans austan Vatna á Sólgörðum, um styrk að upphæð kr. 80.000 til að halda leikjanámskeið barna í Fljótum. Nefndin samþykkir umsóknina. Færist á gjaldalið 06390.
5.Aðsóknartölur sundlauga Sveitarfélagsins Sakgafjarðar
Málsnúmer 1604041Vakta málsnúmer
Aðsóknartölur í sundlaugar í Skagafirði kynntar. Nefndin fagnar aukinni aðsókn í laugarnar.
6.Reglur um niðurgreiðslur á daggæslu barna í heimahúsum
Málsnúmer 1602198Vakta málsnúmer
Reglurnar lagðar fram og ræddar. Afgreiðslu frestað.
7.Fjárhagsaðstoð 2016 Trúnaðarbók
Málsnúmer 1601321Vakta málsnúmer
Lögð fram fjögur erindi, samþykkt tvö, einu synjað og öðru að hluta.
Fundi slitið - kl. 15:00.