Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hækkun gjaldskrár sundlauga
Málsnúmer 1211200Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrár sundlauga hækki um 9-10% frá og með 1. janúar 2013. Að öðru leyti eru gjaldflokkar og fyrirkomulag óbreytt. samþykkt og vísað til byggðarráðs.
2.Fjárhagsáætlun frístundasviðs 2013
Málsnúmer 1211201Vakta málsnúmer
Kynnt drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og frístundamála.
3.Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir 2013 Félagsþjónusta
Málsnúmer 1211191Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:
- að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt.
- að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2013 verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum og hækki í 142.200 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2013
- að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2013 verði miðað við launaflokk 123-1 skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar, 8% persónuálag, kr. 2.049 í stað 1.943 kr. áður.
- að daggjald notenda í Dagdvöl aldraðra verði hækkað úr 1.200 kr í 1.250 kr/dag
- að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt.
- að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2013 verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum og hækki í 142.200 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2013
- að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2013 verði miðað við launaflokk 123-1 skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar, 8% persónuálag, kr. 2.049 í stað 1.943 kr. áður.
- að daggjald notenda í Dagdvöl aldraðra verði hækkað úr 1.200 kr í 1.250 kr/dag
4.Fjárhagsáætlun 2013 fyrir félagsþjónustu 02
Málsnúmer 1211190Vakta málsnúmer
Drög að fjárhagsáætlun félagsþjónustu lögð fram til kynningar.
5.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 121015
Málsnúmer 1210295Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
6.Rekstrarstyrkur við Sjónarhól
Málsnúmer 1210133Vakta málsnúmer
Afgreiðslu frestað þar til fjárhagsáætlun liggur fyrir.
7.Fjárbeiðni Stigamóta 2013
Málsnúmer 1211016Vakta málsnúmer
Afgreiðslu frestað þar til fjárhagsáætlun liggur fyrir.
8.Umsókn um leyfi til daggæslu barna.
Málsnúmer 1211199Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Kristrúnar Ingadóttur, Skagfirðingabraut 33, um leyfi til daggæslu barna á heimili sínu. Öll skilyrði eru uppfyllt utan námskeiðs. Samþykkt bráðabirgðaleyfi í eitt ár, sbr. 15 gr. reglugerðar nr. 907/2005, fyrir 4 börnum allan daginn.
9.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók
Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer
Lögð fram 5 erindi í fjórum málum.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Ótthar Edvardsson sat undir liðum 1 og 2. Herdís Á Sæmundardótir vék af fundi er trúnaðarmál voru tekin fyrir, en þá kom Aðalbjörg Hallmundsdóttir á fundinn.