Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

278. fundur 24. júní 2020 kl. 15:00 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir 1. lið dagskrár.

1.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga og 20 ára afmælisráðstefna Jafnréttisstofu

Málsnúmer 2006193Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar boð á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga og ráðstefnu í tengslum við 20 ára afmæli Jafnréttisstofu, sem haldin verður dagana 15. og 16. september n.k. í Hofi á Akureyri. Nefndarmenn eru hvattir til að taka dagana frá og sækja fundinn og ráðstefnuna.

2.Erindi vegna dagvistunar

Málsnúmer 2006071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá foreldrum vegna vistunar hjá dagforeldrum. Sviðsstjóra og félagsmálastjóra falið að kanna málið nánar og afgreiða á grundvelli umræðu fundarins.

3.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2005264Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti breytingar sem orðið hafa á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lúta að skyldum notendaráða.

4.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2020

Málsnúmer 2003221Vakta málsnúmer

Þrjú mál tekin fyrir. Eitt samþykkt, eitt sett til úrlausnar hjá sviðsstjóra og félagsmálastjóra og einu máli synjað.

Fundi slitið - kl. 17:15.