Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Guðrún H. Jónsdóttir, Þorvaldur Gröndal og Erla Hrund Þórarinsdóttir véku af fumdi undir lið 6.
1.Framlenging á gildistíma árskorta í sundlaugar vegna Covid-19
Málsnúmer 2101079Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn um hvort sveitarfélagið hyggst framlengja gildistíma árskorta í sundlaugar í Skagafirði vegna COVID-19. Félags-og tómstundanefnd samþykkir að framlengja gildistíma þeirra sem nemur lokun vegna faraldursins á árinu 2020.
2.Styrkbeiðni Stígamót
Málsnúmer 2011125Vakta málsnúmer
Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum.
3.Félag eldri borgara í Skagafirði - styrkbeiðni 2021
Málsnúmer 2012083Vakta málsnúmer
Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði. Í samræmi við fjárhagsáætlun 2021 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara í Skagfirði 300.000 kr. styrk vegna félagsstarfa á árinu 2021.
4.Aflið Akureyri styrkbeiðni
Málsnúmer 2009015Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni um styrk frá Aflinu á Akureyri. Nefndin samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur vegna starfsins á árinu 2021 og hvetur jafnframt til þess að samtökin heimsæki grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir.
5.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2021
Málsnúmer 2011006Vakta málsnúmer
Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2021 er daggjald notenda kr. 1.281 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2021 verði 540 kr., samanlagt daggjald með fæði 1.821 kr.
og fjarvistargjald á dag 1.281 kr.
og fjarvistargjald á dag 1.281 kr.
6.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2020
Málsnúmer 2003221Vakta málsnúmer
Fjögur mál lögð fyrir nefndina. Öll samþykkt.
7.Fundartímar félags- og tómstundanefndar vor 2021
Málsnúmer 2101087Vakta málsnúmer
Rætt um fundartíma fram á sumar.
Fundi slitið - kl. 16:30.