Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2022
Málsnúmer 2110027Vakta málsnúmer
Sviðstjóri og starfsmenn fjölskyldusviðs fóru yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu og frístundaþjónustu. Unnið hefur verið ítarlega að skiptingu fjármuna á milli stofnana og liða frá síðasta fundi. Áætlunin verður afgreidd á næsta fundi nefndarinnar þann 25. nóvember n.k. Vísað til byggðaráðs.
2.Jólamót Molduxa 2021
Málsnúmer 2110197Vakta málsnúmer
Lögð fram ósk frá Molduxa íþróttafélagi um afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki annan í jólum. Erindið samþykkt. Guðný Axelsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
3.Vinnuskóli 2021
Málsnúmer 2108220Vakta málsnúmer
Skýrsla um starfsemi vinnuskólans sumarið 2021, lögð fram til kynningar.
4.Trúnaðarbók félags- og tómstundanefndar 2021
Málsnúmer 2102131Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 17:30.