Fara í efni

Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2022

Málsnúmer 2110027

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 294. fundur - 19.10.2021

Rammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2022 til fyrri umræðu lagður fram fyrir félagsþjónustu annars vegar og frístundaþjónustu hins vegar sem og skipting rammans niður á stofnanir. Skiptingin tekur mið af fjárhagsáætlun þessa árs með viðaukum. Þá eru lagðar fram gjaldskrár sem taka þarf afstöðu til fyrir síðari umræðu. Farið var yfir forsendur rammans og þær ræddar. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins að vinna að frekari útfærslu með hliðsjón af verkefnum stofnana og rekstri. Ákveðið var að halda vinnufund á milli fyrri og síðari umræðu.Félags- og tómstundanefnd vísar áætluninni eins og hún liggur fyrir nú til byggðarráðs.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 172. fundur - 20.10.2021

Rammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2022 til fyrri umræðu lagður fram fyrir fræðsluþjónustu sem og skipting rammans niður á stofnanir. Skiptingin tekur mið af fjárhagsáætlun þessa árs með viðaukum. Þá eru lagðar fram gjaldskrár sem taka þarf afstöðu til fyrir síðari umræðu. Farið var yfir forsendur rammans og þær ræddar. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins að vinna að frekari útfærslu með hliðsjón af verkefnum stofnana og rekstri. Fræðslunefnd samþykkir að boða til vinnufundar á milli umræðna. Fræðslunefnd vísar áætluninni eins og hún liggur fyrir nú til byggðarráðs.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 295. fundur - 09.11.2021

Sviðstjóri og starfsmenn fjölskyldusviðs fóru yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu og frístundaþjónustu. Unnið hefur verið ítarlega að skiptingu fjármuna á milli stofnana og liða frá síðasta fundi. Áætlunin verður afgreidd á næsta fundi nefndarinnar þann 25. nóvember n.k. Vísað til byggðaráðs.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 296. fundur - 22.11.2021

Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) og frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokkum og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 173. fundur - 23.11.2021

Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni þjónustu í leikskólum með nýjum deildum á Hofsósi, Sauðárkróki og í Varmahlíð. Með því er komið til móts við óskir foreldra í Skagafirði um vistun barna frá 12 mánaða aldri. Nefndin samþykkir áætlunina og færir starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Vísað til byggðarráðs.