Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hús frítímans-umsókn í framkv.sjóð aldraðra
Málsnúmer 0903057Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd leggur áherslu á að húsið verði klárað og óskar eftir upplýsingum um kostnað við framkvæmdir áður en ákvörðun er tekin um skiptingu styrksins.
2.Félagsmiðstöðin Hofsósi
Málsnúmer 0909016Vakta málsnúmer
Forstöðumaður Húss frítimans greinir frá samkomulagi sem gert var við foreldrafélag grunnskólans austan Vatna um samstarf félagsins við Frístundasvið um aðkomu að félagsstarfinu annan hvern miðvikudag fram að áramótum til reynslu.
Samskonar samkomulag hefur verið í gildi við foreldrafélag Varmahlíðarskóla síðustu tvö ár.
Samskonar samkomulag hefur verið í gildi við foreldrafélag Varmahlíðarskóla síðustu tvö ár.
3.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál
Málsnúmer 0903011Vakta málsnúmer
Samþykkt 3 erindi. Sjá trúnaðarbók
4.Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í öldrunarmálum
Málsnúmer 0909038Vakta málsnúmer
Kynnt bréf félags- og tryggingamálaráðuneysins varðandi könnun á umfangi öldrunarþjónustu sveitarfélaga.
5.Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna í Reykjadal, Mosfellsbæ
Málsnúmer 0909041Vakta málsnúmer
Samþykkt að veita styrk til sumardvalar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra kr. 34.900, en eitt barn úr Skagafirði nýtti sér úrræðið s.l. sumar. Gert er ráð fyrir að lögheimilissveitarfélag barns leggi fram jafnháa upphæð og fjölskylda barnsins. Greiðist af málaflokki 02 0890.
6.Félag eldri borgara. Umsókn um styrk
Málsnúmer 0909102Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn FEB um styrk til félagsstarfs fyrir 2010. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
7.Jöfnum leikinn. Handbók um kynjasamþættingu.
Málsnúmer 0909099Vakta málsnúmer
Lagt fram.
8.Biðlisti húsnæðismála - yfirlit
Málsnúmer 0909105Vakta málsnúmer
Lagt fram yfirlit yfir biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði.
Fundi slitið - kl. 11:30.