Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

34. fundur 11. apríl 2025 kl. 14:30 - 15:15 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
    Aðalmaður: Anna Lilja Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Styrktarhlaup Einstakra barna

Málsnúmer 2504078Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 9. apríl 2025, frá Ragnhildi Friðriksdóttur f.h. hlaupahópsins 550 Rammvilltar, þar sem óskað er eftir því að þátttakendur í styrktarhlaupi Einstakra barna sem verður haldið þann 1. maí nk. fái gjaldfrjálsan aðgang að hlaupi loknu. Auk þess er óskað eftir því að opnunartími sundlaugarinnar verði lengdur um eina klukkustund þennan dag, eða til kl. 17:00. Nefndin samþykkir samhljóða að hafa gjaldfrjálsan aðgang fyrir þátttakendur hlaupsins og lengir opnunartíma sundlaugarinnar til kl 17:00 þennan sama dag.

2.Páskaball Körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Málsnúmer 2504076Vakta málsnúmer

Körfuknattleiksdeild Tindastóls óskar eftir endurgjaldslausum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna páskaballs félagsins þann 19. apríl nk. Nefndin bendir á að umsókn barst of seint miðað við það sem kemur fram í 2. gr. reglna um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds en þar sem þetta raskar ekki hefðbundinni starfsemi íþróttahússins samþykkir nefndin samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. áðurnefndra reglna í ákvörðun sinni.

Nefndin áréttar upplýsingar sem eiga að fylgja umsókn skv. 4. gr. reglnanna en þar kemur fram að í erindinu skulu koma fram ástæður umsóknar, hvers vegna annað húsnæði í Skagafirði henti ekki og hvert ágóði af viðburðinum fari, verði einhver.

3.Páskamót Molduxa

Málsnúmer 2504074Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir endurgjaldslausum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna páskamóts félagsins þann 19. apríl nk. Nefndin bendir á að umsókn barst of seint miðað við það sem kemur fram í 2. gr. reglna um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds en þar sem þetta raskar ekki hefðbundinni starfsemi íþróttahússins samþykkir nefndin samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. áðurnefndra reglna í ákvörðun sinni.
Guðlaugur Skúlason vék af fundi undir dagskrárlið 3.

Fundi slitið - kl. 15:15.