Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

55. fundur 19. desember 2005 kl. 09:00 - 12:02 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, mánudaginn 19. desember kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 09:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig Gunnar Sandholt sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs. Undir liðum 1-3 Anna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra,  Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna og Sigríður Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna á leikskólum. Undir liðum 1 og 2 Ragnheiður Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara og Óskar Björnsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla. Undir lið 4 Áskell Heiðar Ásgeirsson og Elsa Jónsdóttir.

Dagskrá:

Skólamál
1.  Fjárhagsáætlun.
2.  Gjaldskrár.
3.  Önnur mál.

Menningarmál

  1. Fjárhagsáætlun
  2. Önnur mál

Afgreiðslur:

  1. Lögð fyrir fjárhagsáætlun eftir fyrri umræðu í sveitarstjórn. Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna og áheyrnarfulltrúi starfsmanna á leikskólum gera athugasemdir við fyrirvara á fundarboðum og óska þess að fundir verði framvegis boðaðir með nægum fyrirvara og með fylgi nauðsynleg gögn. Sigurður Árnason tekur undir framkomnar athugasemdir. Áætluninni vísað til Byggðaráðs. Sigurður Árnason óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.
  2. Teknar fyrir gjaldskrár leikskóla í Skagafirði og Árvistar. Lagt er til að gjaldskrá leikskóla og Árvistar hækki um 4% frá og með 1. febrúar 2006. Fulltrúi foreldra leikskólabarna gerir athugasemdir við gjaldskrá og óskar eftir því að hugmyndir um gjaldfrjálsa leikskóla verði teknar til skoðunar, þannig að leikskólagjöld verði felld niður í áföngum. Sigurður Árnason óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu gjaldskráa.
  3. Önnur mál
    a) Tekið fyrir bréf frá Fræðslu- og íþróttafulltrúa dags.14. desember 2005, þar sem fram kemur tillaga um að Hallfríður Sverrisdóttir, aðstoðarskólastjóri Árskóla, muni leysa af skólastjóra Árskóla, sem verður í námsleyfi skólaárið 2006 – 2007. Einnig er lagt til að Hallfríður komi með tillögu til nefndarinnar um aðstoðarskólastjóra þetta skólaár. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
    b) Tekið fyrir erindi sem frestað var á fundi nefndarinnar 30. nóvember 2005 og kom fram í bréfi, dags. 29. nóvember 2005, frá Foreldrafélagi Furu- og Krílakots. Almennar umræður urðu um framtíðarskipan skólamála. Fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að finna fundartíma með fræðslu- og menningarnefnd og foreldrafélögum leikskóla á Sauðárkróki.
    c) Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarbók.
  4. Lögð fyrir fjárhagsáætlun eftir fyrri umræðu í sveitarstjórn. Áætluninni vísað til Byggðaráðs.  Sigurður Árnason vék af fundi kl. 11:55.
  5. Önnur mál. Engin.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 12:02.