Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Ár 2007, mánudaginn 19. mars kom Fræðslunefnd saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólanna undir lið 1 - 3, Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Dagbjört Rós Hermundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Ragnheiður Ósk Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra. Þá sátu áheyrnarfulltrúar grunnskólanna, Jóhann Bjarnason fulltrúi skólastjóra, Sigrún Benediktsdóttir og Konráð Gíslason kennarafulltrúar undir lið 4. – 6. Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi sat einnig fundinn og ritar fundargerð.
Dagskrá:
Leikskólamál
1. Bréf frá starfsfólki Glaðheima
2. Heilbrigðiseftirlit NV – aðalskýrsla leiksvæða
3. Gjaldskrá matar í leikskólum
Grunnskólamál
4. Árvist, gjaldskrá matar
5. Vitinn verkefnastofa, beiðni um fjárstyrk
6. Brennpunkt í Norden 2007
Tónlistarskólamál
7. Málefni Tónlistarskólans
Afgreiðslur:
1. Lagt fram bréf undirritað af sextán starfsmönnum leikskólans Glaðheima, dagsett 14. 3. 2007, þar sem farið er fram á að ræstingar verði færðar til fyrra horfs frá og með 1. maí n.k. þar sem þeir vilja hvorki né treysta sér til að vinna við núverandi aðstæður. Sveitarstjóra og fræðslufulltrúa falið að fara yfir málið með bréfriturum og leikskólastjóra Glaðheima og leita lausnar.
2. Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra dagsett 19.2.2007 er varðar aðalskoðunarskýrslu leiksvæða – breytingu á skoðunarhandbók. Fræðslunefnd vísar erindinu til Eignasjóðs.
3. Lögð fram tillaga um lækkun gjaldskrár matar í leikskólum um 5 #PR vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum og fleiru þann 1. mars s.l. Lækkunin mun gilda frá 1. mars. Tillagan samþykkt og vísað til Byggðaráðs.
4. Lögð fram tillaga um lækkun gjaldskrár matar í Árvist um 5 #PR vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum og fleiru þann 1. mars s.l. Lækkunin mun gilda frá 1. mars. Tillagan samþykkt og vísað til Byggðaráðs.
5. Lagður fram tölvupóstur frá Vitanum verkefnastofu, dags. 7. mars 2007, þar sem farið er fram á fjárstyrk vegna reksturs, framkvæmdar og þróunar nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.
6. Tilkynning um lengdan skráningarfrest á Brennpunkt i Norden 2007, sem er norræn skólamálaráðstefna þar sem aðal markhópur ráðstefnunnar eru sveitarstjórnarmenn ásamt embættismönnum sem stýra skólamálum hjá sveitarfélögunum. Lagt fram til kynningar.
7. Málefnum Tónlistarskólans frestað til næsta fundar nefndarinnar.
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 17.15.
Fundur 19 - 19.03. 2007
Ár 2007, mánudaginn 19. mars kom Fræðslunefnd saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólanna undir lið 1 - 3, Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Dagbjört Rós Hermundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Ragnheiður Ósk Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra. Þá sátu áheyrnarfulltrúar grunnskólanna, Jóhann Bjarnason fulltrúi skólastjóra, Sigrún Benediktsdóttir og Konráð Gíslason kennarafulltrúar undir lið 4. – 6. Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi sat einnig fundinn og ritar fundargerð.
Dagskrá:
Leikskólamál
1. Bréf frá starfsfólki Glaðheima
2. Heilbrigðiseftirlit NV – aðalskýrsla leiksvæða
3. Gjaldskrá matar í leikskólum
Grunnskólamál
4. Árvist, gjaldskrá matar
5. Vitinn verkefnastofa, beiðni um fjárstyrk
6. Brennpunkt í Norden 2007
Tónlistarskólamál
7. Málefni Tónlistarskólans
Afgreiðslur:
1. Lagt fram bréf undirritað af sextán starfsmönnum leikskólans Glaðheima, dagsett 14. 3. 2007, þar sem farið er fram á að ræstingar verði færðar til fyrra horfs frá og með 1. maí n.k. þar sem þeir vilja hvorki né treysta sér til að vinna við núverandi aðstæður. Sveitarstjóra og fræðslufulltrúa falið að fara yfir málið með bréfriturum og leikskólastjóra Glaðheima og leita lausnar.
2. Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra dagsett 19.2.2007 er varðar aðalskoðunarskýrslu leiksvæða – breytingu á skoðunarhandbók. Fræðslunefnd vísar erindinu til Eignasjóðs.
3. Lögð fram tillaga um lækkun gjaldskrár matar í leikskólum um 5 #PR vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum og fleiru þann 1. mars s.l. Lækkunin mun gilda frá 1. mars. Tillagan samþykkt og vísað til Byggðaráðs.
4. Lögð fram tillaga um lækkun gjaldskrár matar í Árvist um 5 #PR vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum og fleiru þann 1. mars s.l. Lækkunin mun gilda frá 1. mars. Tillagan samþykkt og vísað til Byggðaráðs.
5. Lagður fram tölvupóstur frá Vitanum verkefnastofu, dags. 7. mars 2007, þar sem farið er fram á fjárstyrk vegna reksturs, framkvæmdar og þróunar nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.
6. Tilkynning um lengdan skráningarfrest á Brennpunkt i Norden 2007, sem er norræn skólamálaráðstefna þar sem aðal markhópur ráðstefnunnar eru sveitarstjórnarmenn ásamt embættismönnum sem stýra skólamálum hjá sveitarfélögunum. Lagt fram til kynningar.
7. Málefnum Tónlistarskólans frestað til næsta fundar nefndarinnar.
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 17.15.