Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

143. fundur 03. júní 2019 kl. 14:00 - 14:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Laufey Kristín Skúladóttir formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri grunnskóla
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Kennslukvóti 2019-2020

Málsnúmer 1905059Vakta málsnúmer

Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði lögð fram. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna enda er hún unnin í samstarfi við stjórnendur skólanna.
Sigurjón Þórðarson, fulltrúi VG og óháðra, situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað að niðurskurður á kennslukvótum sé liður í sparnaðaraðgerðum sveitarfélagsins. Það er vel að gætt sé að hagræðingu og sparnaði en eðlilegt hefði verið að líta þá til alls reksturs sveitarfélagsins og þá sérstaklega þeirra verkefna sem eru ekki lögboðin í stað þess að skera niður í skólunum.
Laufey K. Skúladóttir og Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað að ekki sé um eiginlegan niðurskurð að ræða, heldur eðlilegar tilfærslur og ráðdeild í rekstri skólanna. Kennslukvótinn er ákveðinn rammi sem skólastjórnendur vinna út frá en getur tekið breytingum ef þörf fyrir þjónustu tekur breytingum.
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalistans, óskar bókað eftirfarandi: Úthlutun kennslukvóta er gerð á ári hverju og hér er ekki um beinan niðurskurð að ræða þó svo hagræðing hafi verið gerð í kennslukvóta fyrir næsta skólaár. Fjöldi nemenda er breytilegur ár frá ári og ber okkur að aðlaga kennslukvóta að því og einnig ber okkur að gæta ábyrgðar í fjármálum Seitarfélagsins Skagafjarðar.

2.Skóladagatöl grunnskóla 2019-2020

Málsnúmer 1905264Vakta málsnúmer

Skóladagatöl grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram. Fræðslunefnd samþykkir dagatölin fyrir sitt leyti, enda uppfylla þau skilyrði um fjölda skóladaga.

Fundi slitið - kl. 14:45.