Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 48 – 15.12.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 15. desember kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
../kb
Fundur 48 – 15.12.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 15. desember kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
- Fundarsetning.
- Skarðsármál.
- Svarbréf til Haraldar í Enni varðandi bréf hans frá 23.07.1999.
- Önnur mál.
- Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
- Bjarni sagði frá samkomulagi um viðaukasamning varðandi landleigusamning Jóns Baldvinssonar við Skarðsárnefnd.
- Svarbréf til Haraldar í Enni. Bjarni kynnti hugmyndir að svarbréfi og sagði frá ýmsum upplýsingum varðandi málið. Miklar umræður fóru fram um rétt eyðijarða til upprekstrar og upprekstrarmálin í heild. Bjarna falið að ganga frá svarbréfi.
- Önnur mál: Bjarni sagði frá fundi í Tjarnarbæ, sem haldinn var þann 10. des. 1999, þar sem fram fór kynning á skipulagsskrá um Hestamiðstöð Íslands. Landbúnaðarnefnd fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með stofnun og staðsetningu Hestamiðstöðvar Íslands, og færir sveitarstjórn þakkir fyrir hennar framgang í málinu svo og öðrum þeim sem að málinu hafa unnið.
Bjarni Egilsson | Sigurður Haraldsson |