Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 49 – 11.01.2000
Ár 2000, þriðjudaginn 11. jan. kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar að Suðurgötu 3, Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
Fundur 49 – 11.01.2000
Ár 2000, þriðjudaginn 11. jan. kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar að Suðurgötu 3, Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
- Fundarsetning.
- Fjárhagsáætlun fjallskiladeilda árið 2000.
- Forðagæsla og búfjáreftirlit.
- Bréf.
- Fjallskilamál.
- Önnur mál.
- Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
- Lögð fram fjárhagsáætlun fjallskiladeilda fyrir árið 2000. Allnokkur umræða fór fram og nokkrar breytingar gerðar m.a. allar nýfjárfestingar strikaðar út. Varðandi ósk frá fjallskiladeild Deildardals um nýbyggingu á skilarétt að upphæð kr. 2.000.000 mun landbúnaðarnefnd ræða við fjallskilastjórn og leita eftir upplýsingum og tillögum um úrbætur.
- Forðagæsla og búfjáreftirlit - sjá trúnaðarbók.
- Lagt fram bréf dags. 20.12.1999, undirritað af Snorra B. Sigurðssyni sveitarstjóra, er varðar eyðingu refa og minka, og aukinn kostað við eyðingu. Landbúnaðarnefnd vill skoða málið og afgreiða erindið á næsta fundi.
- Fjallskilamál. Bjarni bauð velkomna til fundar fjallskilanefnd framhluta Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps vestan Jökulsár, þá Sigfús Pétursson, Indriða Stefánsson og Egil Örlygsson. Umræða fór fram um fjallskilamálin á svæðinu, rætt m.a. um tilhögun smölunar og fjallskilagjöld.
- Önnur mál. Samþykkt að Bjarni Egilsson taki sæti í viðræðunefnd um endurskoðun á Blöndusamningi við Landsvirkjun. Varamaður Bjarna kjörinn Smári Borgarsson.
Bjarni Egilsson | Sigurður Haraldsson |