Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 50 – 08.02.2000
Ár 2000, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
Fundur 50 – 08.02.2000
Ár 2000, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
- Fundarsetning.
- Eyðing refa og minka.
- Hlutverk og verkefni landbúnaðarnefndar.
- Bréf sem borist hafa.
- Frá Agli Örlygssyni.
- Frá Haraldi Þ. Jóhannssyni.
- Frá Elsu Jónsdóttur skrifstofustjóra Skagafjarðar.
- Frá Sigmundi Jónssyni.
- Frá Hestamannafélaginu Svaða.
- Kaupsamningur v/Skiptabakkaskála.
- Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
- Rætt var mikið um veiðarnar, lagt fram yfirlit um kostnað hjá veiðimönnum pr.dýr (samant. starfsm.). Samþykkt var að boða veiðimenn á fund og ræða málin. Þá var samþykkt að hafa samband við veiðistjóra og óska eftir námskeiði fyrir minkaveiðimenn og kynna fyrir þeim nýjar veiðiaðferðir, sem gætu haft sparnað í för með sér.
- Sjá trúnaðarbók.
- Bréf sem borist hafa.
- Kynnt bréf dags. 02..02.2000 undirritað af Agli Örlygssyni þar sem hann segir af sér störfum í fjallskilastjórn Lýtingsstaðahrepps og framhluta Seyluhrepps, einnig störfum í samráðsnefnd um Blönduvirkjun. Kosningu frestað til næsta fundar.
- Kynnt bréf undirritað af Haraldi Þ. Jóhannssyni Enni, dags. 18.01.2000 er varðaði upprekstrarrétt jarðanna Ennis og Lækjar á Kolbeinsdalsafrétt. Mættir voru til fundar Steinþór Tryggvason, Birgir Haraldsson og Sigurður Guðmundsson en þeir mynda fjallskilanefnd Hóla- og Viðvíkurdeildar. Umræða fór fram um bréf Haraldar og hugsanlegar breytingar á upprekstrarreglum, en málin þarf að ræða meðal bænda á svæðinu á sameiginlegum fundi. Náist ekki samkomulag um núverandi kerfi, var samþykkt að Bjarni formaður kæmi með tillögu í málinu. Véku þeir félagar nú af fundi.
- Kynnt bréf dags. 12.01.2000, undirritað af Elsu Jónsdóttur skrifstofustjóra Skagafjarðar, er varðaði erindi sem borist hafði Byggðarráði Skagafjarðar frá Sigmundi Jónssyni.
- Kynnt bréf dags. 04.12.1999, undirritað af Sigmundi Jónssyni, Vestara-Hóli, þar er m.a. rætt um fjallskilagjöld sem honum er gert að greiða. Sigurði falið að senda svarbréf.
- Kynnt bréf dags. 17.01.2000, undirritað af Þorvaldi Gestssyni f.h. Hestamannafélagsins Svaða. Þar er verið að óska eftir afnotum af hólfi sem félagið hefur haft við félagssvæði sitt á Hofsgerði við Hofsós. Bjarna formanni falið að kynna sér málið.
- Bjarni kynnti kaupsamning er varðaði Skiptabakkaskála milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Bólstaðahlíðarhrepps annars vegar og Skagafjarðardeildar Ferðaklúbbsins 4x4 hins vegar. Kaupverð kr. 350.000. Landbúnaðarnefnd samþykkti samninginn.
- Önnur mál.
- Kynnt bréf dags. 07.02.2000 undirritað af Sveitarstjóra Húnaþings vestra. Þar er vakin athygli á nauðsyn þess að útrýma fjárkláðamaur á Norðurlandi vestra og í bréfinu kemur fram samþykkt er gerð var á fundi sauðfjárbænda í Víðihlíð 03.02.2000. Samþykkt að senda afrit af bréfinu til félags sauðfjárbænda í Skagafirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1445.
Þórarinn Leifsson | Sigurður Haraldsson |