Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 52 – 21.03.2000
Ár 2000, þriðjudaginn 21. mars kl. 1200 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á Hótelinu í Varmahlíð.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Örn Þórarinsson, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
Fundur 52 – 21.03.2000
Ár 2000, þriðjudaginn 21. mars kl. 1200 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á Hótelinu í Varmahlíð.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Örn Þórarinsson, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
- Fundarsetning.
- Varðandi jörðina Dalsá.
- Skarðsármál.
- Kosningar.
- Bréf.
- Önnur mál.
- Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
- Tekið til afgreiðslu erindi frá skrifstofustjóra Skagafjarðar er varðaði jörðina Dalsá en afgreiðslu var frestað á fundi landbúnaðarnefndar þann 16. mars sl. Afgreiðsla nefndarinnar er á þá leið að nefndin getur ekki mælt með sölu jarðarinnar Dalsá og rökstyður það með greinargerð sem sett er fram í 6 tölusettum liðum og vísast til hennar.
- Lagður fram viðaukasamningur við leigusamning um Skarðsá dags. 26.06.1996 undirritaður af Sigmari Jóhannssyni formanni Skarðsárnefndar og leigutaka Jóni Baldvinssyni Dæli, viðaukasamningurinn er í 6 tölusettum liðum, vísast til hans. (Afgreiðslu frestað á síðasta fundi).
- Ólafur Björnsson Krithóli kosinn í fjallskilanefnd framhl. Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps sem aðalmaður, í stað Egils Örlygssonar s.br. bréf hans 2.2.2000. Til vara Björn Ófeigsson.
- Bjarni kynnti bréf frá Félagi Sauðfjárbænda í Skagafirði dags. 18.03.2000. undirritað af Þórarni Leifssyni. Efni bréfsins: Útrýming fjárkláða á Norðurlandi vestra. Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið að því tilskyldu að ríkið taki þátt í kostnaði á móti bændum varðandi lyfjakaup.
- Önnur mál - ýmis mál rædd.
Bjarni Egilsson | Sigurður Haraldsson |