Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

56. fundur 22. ágúst 2000

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 56 – 22.08.2000

 
            Ár 2000, þriðjudaginn 22. ágúst kl. 1300 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í veitingastofunni Sigtúni, Hofsósi.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Örn Þórarinsson, Arnór Gunnarsson, varam. Smára Borgarssonar, Gunnar Valgarðsson, varam., Símonar Traustasonar, Jón Arnljótsson, varam. Þórarins Leifssonar og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
            Ofangreindir varamenn voru mættir til þessa fundar vegna vanhæfni aðalmanna við 2. dagskrárlið fundarins.
 
DAGSKRÁ:
1.      Fundarsetning.
2.      Mál er varðar jörðina Ríp I, II, III í Skagaf.
3.      Deildardalsrétt.
4.      Hestamannafél. Svaði.
5.      Sauðfjárveikivarnir.
6.      Hrossarétt við Breiðagerði.
7.      Bréf.
8.      Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Á síðasta fundi nefndarinnar þ. 14. ág. sl., var kynnt mál er varðaði jörðina Ríp I, II og III. Þar var óskað umsagnar málsins fyrir 16. ágúst. Formaður upplýsti um að frestur hefði fengist til 26. ágúst n.k.
Eftir skoðun meðf. gagna og umræður um málið er varðaði jörðina Ríp, vill landbúnaðarnefnd gefa eftirfarandi umsögn:  - Sjá trúnaðarbók.
 
3.      Á fund nefndarinnar mættu Kristján Jónsson og Loftur Guðmundsson, voru þeir boðaðir til fundarins samkv. bréfi, sem tekið var á dagskrá nefndarinnar þ. 14. ág. sl., er varðaði Deildardalsrétt.
Farið var upp í Deildardal og réttin skoðuð. Við þá skoðun kom í ljós að réttin er ónýt og hættuleg mönnum og skepnum. Óhjákvæmilegt er annað en að byggja nýja rétt. Heimamönnum falið að undirbúa málið og gera tillögu um staðsetningu og kostnað.
 
4.      Á fund nefndarinnar mætti Þorvaldur Gestsson, formaður Hestamannafél. Svaða, en erindi hafði borist til nefndarinnar og kynnt á fundi þ. 8. febr. sl., er varðaði ósk um afnot af hólfi sem félagið hefur haft við félagssvæði sitt við Hofsgerði v/Hofsós. Farið var á svæðið og það skoðað.
Bjarna og Sigurði var falið að kynna sér málið nánar og ræða við Svaðamenn og ná niðurstöðu.
 
5.      Sauðfjárveikivarnir.- Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, hefur með símtali við Bjarna formann staðfest að komin er upp riða á Miklabæ í Óslandshlíð.
Í samtalinu kom fram einnig að hert eftirlit verður með fjárflutningum milli bæja í Skagafirði.
 
6.      Hrossarétt við Breiðagerði.
Á fundi nefndarinnar þ. 14. ág. sl. var kynnt bréf Sigfúsar Steindórssonar, þar er óskað eftir viðhaldi á hrossarétt hjá Breiðagerði. Í ljós hefur komið að hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps hins forna gerði samkomulag við Sigfús um að sveitarfél. sæi um viðhald réttarinnar.
Nefndin er sammála um að samkvæmt framangreindu þá beri sveitarfélaginu að sjá um viðhald réttarinnar, enda er hún mikið notuð af ferðamönnum.
 
7.      Kynnt bréf, dags. 24. júlí 2000, undirr. af Ragnheiði Guðmundsdóttur f.h. Skógr.fél.Skagafjarðar, er varðaði Aldamótaskóga á Steinsstöðum, á síðasta fundi var bréfið lagt fram en láðist að bóka.
 
8.      Önnur mál.  Engin.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Örn Þórarinsson                  Sigurður Haraldsson
Gunnar Valgarðsson
Jón Arnljótsson
Árni Egilsson
Arnór Gunnarsson