Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 57 – 20.10.2000
Ár 2000, föstudaginn 20. okt. kl. 1300, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Örn Þórarinsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Bréf er borist hafa.
3. Samningur við dýralækni um garnaveikibólusetningu
á sauðfé og hundahreinsun í Skagafirði.
4. Málefni Reykjasels.
Afgreiðslur:
1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
2. Bréf er borist hafa.
a) Bréf, dags. 7. febr. 2000, frá Húnaþingi vestra. Þar er verið að vekja athygli á samþ. er gerð var á fundi í Víðihlíð 3. febr. 2000. Þar er samþ. að stefna að því að útrýma fjárkláða í sauðfé með skipulegum aðgerðum á Norðurlandi vestra, frá Víðidal og austur í Skagafjörð.
Samþykkt var að óska eftir fundi með stjórn sauðfjárbænda í Skagafirði og þar mæti einnig Ólafur Valsson, héraðsdýralæknir.
b) Fjögur bréf kynnt:
ü Frá Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni á Keldum, dags. 20/8, til Jóels Friðrikssonar, Háleggstöðum Þar er hafnað ósk um flutning á fé frá bænum Skuggabjörgum að Háleggsstöðum. Í bréfinu kemur einnig fram staðfesting á riðu á bænum Miklabæ í Óslandshlíð.
ü Bréf, dags. 20/8, til Björns Friðrikssonar, Ytra-Vallholti, efni bréfsins varðar flutning á fé frá Gili í Svartárdal svo og flutn. á fé frá Stokkhólma í Akrahreppi, vísast til bréfsins.
ü Bréf, dags. 29. sept. 2000, til sveitarstjórnar og Landbúnaðarnefndar Skagafjarðar, efni bréfsins er flutningur á fé til bæja í Skagafirði frá Stokkhólma í Akrahreppi.
ü Bréf, dags. 19.10.2000, til Sýslumanns Skagfirðinga, afr. til landb.nefndar, efni m.a. flutningur á fé frá Stokkhólma, vísast að öðru leyti til bréfanna.
- Samþykkt var að taka efni bréfanna til umfjöllunar á væntanlegum fundi með stjórn sauðfjárbænda og Ólafi Valssyni, héraðsdýralækni.
c) Bréf, dags. 13.09.2000, undirritað af Birnu M. Sigurbjörnsdóttur, Varmalandi, þar sem hún segir sig úr Skarðsárnefnd.
d) Bréf, dags. 14.09.2000, undirritað af Sigmari Jóhannssyni, Sólheimum, þar sem hann segir sig úr Skarðsárnefnd og jafnframt formennsku í nefndinni.
Kosningu í nefndina frestað til næsta fundar.
e) Bréf, dags. 09.10.2000, undirritað af Margeiri Björnssyni, efni bréfsins varðar girðingamál á Mælifellsdal og Reykjaseli.
f) Bréf, dags. 13. okt. 2000, undirritað af Sigurði Friðrikssyni, þar sem óskað er eftir að taka á leigu rjúpnaveiðirétt í Reykjafjalli, þ.e.a.s. eignarhlut sveitarfélagsins.
- Varðandi bréf Margeirs þá vill landbúnaðarnefnd benda á að umbeðin girðing yrði ekki í landi sveitarfélagsins og því sveitarfélaginu óviðkomandi.
- Varðandi bréf Sigurðar Friðrikssonar þá telur nefndin ekki ástæðu til að leigja einum aðila veiðirétt þar sem um almannaeign er að ræða og Sigurði heimilt að veiða þar eins og aðrir þegnar sveitarfélagsins. Ef hinsvegar yrði tekin sú ákvörðun að leigja veiðirétt á lendur sveitarfélagsins, þá yrði það að sjálfsögðu gert að undangenginni auglýsingu.
g) Bréf, dags. 08.10.2000, undirritað af Steinþóri Tryggvasyni f.h. fjallskilanefndar Hóla- og Viðvíkurdeildar. Efni bréfsins er sett fram í þremur liðum, er varðar Laufskálarétt: lagfæra bílastæði, betri hreinlætisaðstöðu og lagfæra rekstrarleiðir frá réttinni niður í Viðvíkursveit.
- Mættir voru nú á fund nefndarinnar Steinþór Tryggvason, fjallskilastjóri og Ingimar Ingimarsson til þess m.a. að ræða efni bréfsins. Gagnleg umræða fór fram um nauðsyn á lagfæringum við Laufskálarétt fyrir næsta haust, og menn ræddu mjög hvernig leysa mætti og lagfæra rekstrarleiðina frá réttinni og menn sammála um að fara nú þegar að vinna að úrbótum.
3. Samþ. var að endurnýja samning við dýralækna, sem gerður var í okt. ´99.
Bjarni upplýsti að hann hefði rætt við dýralækna og þeir samþykkir að framlengja samninginn óbreyttan.
4. Málefni Reykjasels.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að hlutur sveitarfélagsins í Reykjaseli verði auglýstur til sölu. Sigurði falið að vinna í málinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Bjarni Egilsson Sigurður Haraldsson
Smári Borgarsson
Símon E. Traustason
Örn Þórarinsson
Þórarinn Leifsson
../ems