Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 58 – 03.11.2000
Ár 2000, föstudaginn 3. nóv. kl. 1000, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Hótel Varmahlíð.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson, Símon Traustason, Örn Þórarinsson, Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Á síðasta fundi nefndarinnar, þ. 20. okt., var samþ. að boða til fundar með dýralæknum og stjórn sauðfjárbænda. Á fundinn voru því mætt eftirtalin: Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, Ólafur Valsson, héraðsdýralæknir.
Frá stjórn sauðfjárbænda Monika Axelsdóttir, fleiri voru væntanlegir á fundinn frá sauðfjárbændum. Geta skal þess að Smári Borgarsson er varamaður í stjórn sauðfjárbændafélagsins.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Sauðfjárveikivarnir, flutningur á sauðfé milli bæja.
3. Útrýming fjárkláða á N.v.landi í V-Hún. - Skagafj.
4. Garnaveikibólusetning og hundahreinsun 2000.
5. Refa- og minkaeyðing.
6. Skarðsárnefnd.
7. Jarðeignir í eigu sveitarfélagsins.
Afgreiðslur:
1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrárliði þá er á að ræða með þeim, sem boðaðir voru til fundarins með landb.nefnd, þ.e.a.s. liði 2-4 í dagskrá.
2. Á síðasta fundi landbúnaðarnefndar þ. 20. okt. s.l. voru tekin á dagskrá 4 bréf er vörðuðu m.a. flutning á fé milli bæja.
Hófst nú umræða um þessi mál og efni bréfanna, fjörugar umræður fóru fram um búfjárflutninga milli bæja og svæða og þá hættu, sem því er samfara varðandi smitsjúkdóma.
Nú mætti til fundar form. sauðfj.bænda, Jóhann Már Jóhannsson.
Rætt var mjög um hvernig ferillinn ætti að vera ef umsókn berst um flutning á fé. Ákvörðun um slíkt verður ávallt tekin hjá sauðfjárveikivörnum, yfirdýralækni og dýralæknum. Rétt þykir að fá umsögn heimaaðila um hvert tiltekið mál áður en leyfi er veitt eða synjað, landbúnaðarnefnd nefnd í því sambandi.
Menn lögðu ríka áherslu á að bændur sæktu um leyfi til flutninga á sauðfé milli bæja, en hart tekið á þeim tilfellum sem upp koma þar sem flutningur á sér stað án leyfis
Upplýst var að yfirdýralæknir hefur veitt leyfi til flutnings á fé milli bæja í Hegranesi.
Varðandi flutning þann, sem átti sér stað frá Stokkhólma á sl. hausti, er Sigurður dýralæknir að vinna að lausn þeirra mála.
Skýrt kom fram á fundinum að allir flutningar á fé milli bæja og svæða eru óheimilir án leyfis.
Samþ. var að birta reglur, sem í gildi eru um flutning á sauðfé milli svæða, í fréttabréfi sauðfjárbænda.
3. Útrýming fjárkláða á Nl.vestra.
Umræða fór fram um nauðsyn þess að vinna að útrýmingu kláða á svæðinu. Rætt var mjög um kostnað við þá framkvæmd og talið eðlilegt að ríkið tæki þátt í kostnaði móti bændum. Vinna þarf að því að ná samstöðu um aðgerðir á svæðinu.
4. Garnaveikibólusetning og hundahreinsun.
Bjarni skýrði frá því að landbúnaðarnefnd hefði samið við dýralækna á svæðinu um framkvæmd þeirra aðgerða á svæði sveitarfélagsins, með sömu kjörum og sl. ár.
Viku þeir nú af fundi Sigurður Sigurðarson og Ólafur Valsson.
5. Refa- og minkaeyðing.
Rætt var um þann aukna kostnað, sem hefur orðið á þessu ári við eyðingu refa í sveitarfélaginu og þá aukningu, sem virðist vera í stofninum. Geta ber þess að aukning hefur orðið í veiði um 50 dýr.
Samþ. var að fela Sigurði að kanna í nágrannasveitarfélögum hvernig staðið er að veiðum, en grunur er á að ekki sé nógu vel að þeim staðið á sumum svæðum.
Kostnaður við veiðar 1. sept. #EFK99 - 31. ág. 2000:
Refavinnsla kr. 4.704.192,-, 307 dýr
Minkavinnsla kr. 1.083.130,-, 238 dýr
6. Skarðsárnefnd.
Samþykkt var að kjósa í nefndina eftirtalda:
Sigurð Sigfússon, Vík, formann nefndar
Skapta Steinbjörnsson, Hafsteinsstöðum,
Jón Eyjólf Jónsson, Bessastöðum.
Til vara: Jón Baldvinsson, Dæli.
7. Jarðeignir í eigu sveitarfélagsins.
Samþ. var að fela Sigurði að afla gagna um jarðeignir í eigu sveitarfélagsins og notagildi þeirra í þágu sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14,15
Örn Þórarinsson Sigurður Haraldsson
Símon E. Traustason
Þórarinn Leifsson
Smári Borgarsson
Bjarni Egilsson
../ems