Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

60. fundur 11. desember 2000

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 60 – 11.12.2000

 
 
Ár 2000, mánudaginn 11. des. kl. 13,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar að Suðurgötu 3, Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Jón Arnljótsson varam. Þórarins Leifssonar, Sigurður Haraldsson, starfs­maður.
            Til fundarins var boðaður veiðistjóri Áki Ármann Jónsson og mætti hann ásamt Bjarna Pálssyni, starfsmanni. Þá voru boðaðir til fundarins grenjaskyttur og minkaveiðimenn sem stundað hafa veiðar á vegum sveitarfélagsins.
 
Dagskrá:
1.      Fundarsetning.
2.      Fundað með veiðistjóra.
3.      Önnur mál.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Bjarni setti fund, hann bauð fundarmenn velkomna til fundar og þá sérstaklega veiðistjóra og starfsmann hans. Bjarni gerði grein fyrir tilefni fundarins sem var viðræður við veiðistjóra. Hann ræddi þann mikla kostnað við veiðarnar, en kostnaður við refaveiðar hefur farið verulega fram úr áætlun 2000. Nú er verið að vinna að fjárhagsáætlun fyrir ár 2001 og landbúnaðarnefnd undir þrýstingi um að ná kostnaði við veiðarnar niður, og til þessa fundar er m.a. boðað til að kanna leiðir til úrbóta.
 
2.      Fundað með veiðistjóra.
Áki veiðistjóri tók nú til máls og skýrði margvíslegar hliðar veiðanna, þá ræddi hann og útskýrði lög um veiðarnar og fjármagn, sem embættið fær. Umræður urðu mjög líflegar og fundarmenn þurftu að fá svör og útskýringar á fjölmörgum atriðum. Ekki voru veiðimenn og veiðistjóri alltaf sammála um málin og greindi menn á um ýmsa hluti.
Allnokkur umræða varð um tjón af völdum dýrbíta svo og tjón er verður í æðarvörpum á vorin, þá var mjög rætt um vetrarveiðarnar á ref og hvort halda ætti þeim áfram.
Fram kom að misjafnlega er staðið að veiðum í nágrannabyggðum. Rætt var um nýjar aðferðir við minkaveiðar. Þá var reifuð hugmynd um að tengja refaveiðar ferðaþjónustu, sem fékk misjafnar undirtektir.
Rætt var um merkingu grenja með G.P.S.tækjum.
Mættir voru 18 veiðimenn til fundarins.
Bjarni þakkaði fundarmönnum góðar og gagnlegar umræður og viku veiðimenn og norðan­menn af fundi.
 
3.      Önnur mál. Rædd nokkur mál sem ganga þarf frá fyrir áramót, m.a. fjárhagsáætlun 2001.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17,30
 
Bjarni Egilsson                                    Sigurður Haraldsson
Örn Þórarinsson
Smári Borgarsson
Jón Arnljótsson
Símon E. Traustason
../ems