Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

61. fundur 21. desember 2000

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 61 – 21.12.2000

 
 
Ár 2000, fimmtudaginn 21. des. kl. 13,30 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Skr.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson, starfs­maður.
 
Dagskrá:
1.      Fundarsetning.
2.      Fjárhagsáætlun 2001.
3.      Eyðing refa og minka.
4.      Bréf.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Farið var yfir fjárhagsáætlanir frá fjallskiladeildum v/fjárhagsáætlun 2001.
Gerðar voru allnokkrar breytingar til lækkunar. Þá var farið yfir ýmsa liði er varða landbúnaðarnefnd svo og ýmis landbúnaðarmál - í fjárhagsáætluninni -.
 
3.      Eyðing refa og minka.
Mikil umræða varð um þennan lið og hvernig ná mætti niður kostnaði við veið­arnar. Samþykkt var að hætta álagsgreiðslum á vetrarveidd dýr en greiða lögboðna greiðslu á dýr, kr. 7.000,-. Samþ. var að leita leiða um lækkun á öðrum liðum.
 
4.      Lagt fram bréf dags. 2.12.2000, undirritað af Gísla Jónssyni, Ytri-Húsabakka. Þar óskar hann eftir umsögn landbúnaðarnefndar um að hann fái að kaupa ábúðarjörð sína; landbúnaðarnefnd gerir eftirfarandi bókun varðandi erindi Gísla:
#GLLandbúnaðarnefnd Skagafjarðar mælir með að Gísli Jónsson fái ábúðarjörð sína, Ytri-Húsabakka, keypta að því tilskyldu að ekki sé ágreiningur um nýtingu á óskiptri sameign, sem Ytri-Húsabakki á með jörðunum Jaðri, Glaumbæ I, Glaum­bæ II og Hátúni. Bent skal á að meðeigendur ríkisins á þessu landi hafa óskað eftir skiptum á því og æskilegt að sú skiptagjörð fari fram áður en ríkið selur sinn hlut.#GL
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17,30.
 
Örn Þórarinsson                       Sigurður Haraldsson
Smári Borgarsson
Bjarni Egilsson
Símon E. Traustason
Þórarinn Leifsson         
 
 
../ems