Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 65 – 08.08.2001
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Símon Traustason, Örn Þórarinsson, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
1. Fundarsetning.
2. Kynnt samkomulag um grenjavinnslu, vor 2001.
3. Málefni Hestamannafélagsins Svaða, sbr. bréf 08.02.2000.
4. Bréf.
a) Landgræðsla ríkisins, dags. 29.06.2001.
b) Eigendur Ásgarðs-vestri, dags. 09.06.2001.
c) Bjarni Maronsson, búfjáreftirlitsmaður, dags. 27.04.2001.
d) Félag Sauðfjárbænda, dags. 26.06.2001.
5. Kynnt samkomulag við eigendur Reynistaðar og Geirmundarstaða.
6. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
2. Kynnt samkomulag um grenjavinnslu vor 2001, vísast til samkomulags við veiðimenn. Samþykkt var að hætta öllum greiðslum fyrir refadráp frá 1. sept. n.k. nema til þeirra aðila sem til þess eru sérstaklega ráðnir af sveitarfélaginu. Ekki verða ráðnir menn til vetrarveiða nema með þeirri undantekningu að verja stóru æðarvarpssvæðin í sveitarfélaginu, ef þurfa þykir.
3. Kynnt drög að samkomulagi milli hestamannafélagsins Svaða og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um beitar og áningarhólf við félagssvæði Svaða á Hofsgerði við Hofsós. Bjarni kynnti drögin. Landbúnaðarnefnd samþykkir drögin og felur Sigurði að ganga frá samningi.
4. Bréf.
a) Kynnt bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 29.06.2001, undirritað af Bjarna Maronssyni er varðaði gróðurskoðun á Staðarafrétt 28. og 29. júní sl.
b) Kynnt bréf dags. 9. júlí 2001, undirritað af eigendum að Ásgarði-vestra, Páli Jóhannessyni og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Bréf þetta var sent til landbúnaðarnefndar af sveitarstjóra 31. júlí sl. og vísast til þess. Landbúnaðarnefnd telur eðlilegt að staðið sé við kaupsamning frá 1996 og leggur til að landið verði endurheimt, annað hvort með kaupum á því, eða óska eftir makaskiptum á landi sem er samliggjandi landspildu Margrétar Sigurmonsdóttur við land sveitarfélagsins norðvestan Siglufjarðarvegar.
c) Kynnt bréf dags. 27.04.2001, undirritað af Bjarna Maronssyni búfjáreftirlitsmanni. Sjá trúnaðarbók.
d) Kynnt bréf frá félagi sauðfjárbænda, dags. 26.06.2001, þar sem óskað er eftir fundi með landbúnaðarnefnd varðandi grenjavinnslu.
5. Kynnt samkomulag við landeigendur Reynistaðar og Geirmundarstaða, samkv. bréfi (64. fundur). Samkomulag varð um að sveitarfélagið greiddi lágmarksviðhald að sínum hluta á þessu sumri, á umræddu svæði, þar sem ekki var gert ráð fyrir kostnaði á fjárhagsáætlun fyrir 2001. Frá og með 2002 mun sveitarfélagið síðan koma að viðhaldi umræddra girðinga samkvæmt lögum.
6. Önnur mál.
a) Rætt um fyrirhugaða kláðabólusetnigu á komandi hausti frá Miðfjarðarhólfi að Héraðsvötnum. Sigurði falið að hafa samband við yfirdýralækni.
b) Kynntur leigusamningur um land undir Stíflurétt í Fljótum, vísast til samningsins.
c) Komið hefur í ljós að aflgjafa vantar á merkjagirðingu í Reykjaseli. Lagt er til að sveitarfélagið taki þátt í að kaupa aflgjafa í félagi við Margeir á Mælifellsá svo girðingin komi að notum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 2300.