Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

72. fundur 22. apríl 2002

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 72 – 22.04.2002

Ár 2002, mánudaginn 22. apríl kl. 13,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Tjarnarbæ. Mættir voru Þórarinn Leifsson, Örn Þórarinsson, Bjarni Egilsson,  Símon Traustason, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá:
           1.      Fundarsetning
            2.      Grenjavinnsla 2002
            3.      Bréf:
                    a)               Atli Már og Ingibjörg Klara, dags. 9/4 ´02
                    b)               Byggðarráð Skagafjarðar, dags. 10/4 ´02
                    c)               Byggðarráð Skagafjarðar, dags. 10/4 ´02
                    d)               Fjallsk.deild Austur-Fljóta, dags. 20/4 ´02
            4.      Fulltrúar Sauðfjárbændafél. mæta til fundar.
            5.      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1.      Þórarinn setti fund og kynnti dagskrá.
2.      Grenjavinnsla vor 2002.
Rætt var um fyrirkomulag á grenjavinnslu á komandi vori. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fara  þess á leit við grenjaskyttur að greiðslur fyrir veiðarnar í vor verði með sömu verðstuðlum og voru á sl. vori, en til viðbótar komi sú alm. kauphækkun er varð 1. jan. sl.
Þá er mælst til þess við grenjaskyttur að  þeir staðsetji öll unnin greni með GPS punktatæki og skili til starfsm. landbúnaðarnefndar.

3.      Bréf
a)      Lagt fram bréf dags. 9. apríl sl., undirr. af Atla Má Traustasyni og Ingibjörgu K. Helgadóttur, Syðri-Hofdölum, þar sem óskað er samþykkis um að fá til leigu loðdýrahús að Hjarðarhaga í Akrahreppi til nota fyrir sauðfé. Landbúnaðarnefnd samþ. erindið að því tilskildu að farið verði að kröfu yfirdýralæknis um hreinsun.
b)     Lagt fram bréf Byggðarráðs Skagafjarðar, dags. 10/4 sl., þar sem komið er á framfæri erindi frá Umhverfissamtökum Skagafjarðar um verkefnið #GLFegurri sveitir#GL, svo fremi að áframhald verði á verkefninu.
c)      Lagt fram bréf frá Byggðarráði Skagafjarðar, dags. 10/4 sl., varðandi bréf frá Húsfriðunarnefnd ríkisins, þar sem hafnað er beiðni um styrk til endurbóta réttar í landi Bjarnastaðahlíðar í Vesturdal. Landbúnaðarnefnd beinir því til Sveitarstjórnar Skagafjarðar að sótt verði aftur um styrk til réttarinnar.
d)     Lagt fram bréf, dags. 20. apríl sl., undirritað af Hauki Ástvaldssyni, Deplum, f.h. fjallskiladeildar Austur-Fljótum, er varðaði endurbyggingu og færslu á Holtsrétt í Austur-Fljótum. Þórarinn sýndi myndir og kynnti hugmynd um að koma upp færanlegri grindarétt, sem tíðkast mjög erlendis. Landbúnaðarnefnd samþ. að fela Þórarni að afla frekari upplýsinga um þessa hugmynd og kynna síðan fyrir þeir er notað gætu.
4.      Þórarinn bauð velkomna til fundar fulltrúa Sauðfjárbændafél. Skagafjarðar. Þeir voru: Jónína Stefánsdóttir, Elvar Einarsson, Jóhannes Ríkarðsson og Andrés Helgason. Hann rifjaði upp og ræddi erindi frá Sauðfjárb.fél., sem barst til landbúnaðarnefndar á sl. ári. Þar var gerð umkvörtun um að bæta þyrfti grenjavinnslu í Staðarfjöllum og voru fulltr. sauðfjárbænda mættir til að fylgja því máli eftir. Landbúnaðarnefnd hefur áður komið þessum aðfinnslum til veiðimanns á svæðinu og talið svæðið hafa mætt afgangi í vinnslu. Miklar umræður fóru fram um þessi mál. Niðurstaða varð sú að stjórn Sauðfjárbænda fundi með stjórn Staðarafréttar og Þórarni og Sigurði falið að mæta á þann fund f.h. landbúnaðarnefndar.
5.      Önnur mál.  - Sjá trúnaðarbók.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson (ritar fundargerð)