Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

2. fundur 28. júní 2002

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 2 – 28.06.2002

             Ár 2002, föstudaginn 28. júní, kl. 2100 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Ljósheimum.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar E. Einarsson boðaði forföll. Þá var og mætt til fundar stjórn Staðarafréttar þau Bjarni Jónsson, Arnór Gunnarsson, Lilja Ólafsdóttir og Guðmundur Sveinsson. Á fundinn var einnig mættur Bjarni Maronsson starfsmaður Landgræðslunnar og gróðureftirlitsmaður. Þá var og mættur Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar. 
Dagskrá: 
  1. Bjarni Egilsson setti fund og bauð fundarfólk velkomið, hann greindi frá tilefni fundarins sem var m.a. að taka ákvarðanir um upprekstrartíma á Staðarafrétt. Gróðureftirlitsmaður Bjarni Maronsson hefur nú sl. daga farið í skoðunarferðir á afréttir. Þá sagði Bjarni frá að búið væri að flytja stóran hluta af sauðfé úr Hegranesi og var það gert að ráði dýralækna í tengslum við aðgerðir varðandi salmonellusýkingu í Hegranesinu. Gaf hann síðan Bjarna Maronssyni orðið.
  1. Bjarni Maronsson tók nú til máls. Hann taldi að landbúnaðarnefnd hefði brugðist rétt við varðandi þann vanda sem kom upp í Hegranesinu Þá sagði Bjarni frá skoðun sinni á afréttinum, sem var skoðun í Kálfárdal. Þar var ástandið í góðu lagi. Þá fór fram skoðun á Staðarfjöllum, með Bjarna fóru Arnór Gunnarsson og Gunnlaugur Tobíasson. Bjarni taldi ástand þar með því betra sem hann hefur séð þar á þessum tíma. Fram kom hjá Bjarna að stuðla bæri að því að reyna að dreifa upprekstrinum sem mest um afréttinn. Þá ræddi hann um að stefna bæri að fækkun hrossa í afréttinni. Bjarni lagði til að opna afréttir til upprekstrar laugardaginn 29. júní n.k. og að fjáreigendur fengju að fara með helming fjársins.
  1. Samþykkt var að fara að tillögu Bjarna um uppreksturinn og opna í fjöllin laugardaginn 29. júní n.k.
  1. Þá voru rædd ýmiss þau mál sem varða afréttina m.a. upprekstrarleiðir sem gætu stuðlað að betri dreifingu í afréttinni. Landbúnaðarnefnd var kvött til að kynna sér hvað hægt er að gera varðandi upprekstrarleiðir í afréttina.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson