Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 8 – 18.11.2002
Ár 2002, mánudaginn 18. nóv. kl. 1230 kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í Tjarnabæ.Fundur 8 – 18.11.2002
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Einar Einarsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Ásgarðsmál
3. Forðagæsla
4. Skýrsla um refi og minka
5. Búfjársjúkdómar
6. Bréf:
a) Jóhann Már Jóhannsson, dags. 25.10.02
b) Guðrún E. Árnadóttir, dags. 17.11.02
c) Þorsteinn Ólafsson, dags. 08.10.02
d) Birgir Þórðarson, dags. 06.11.02
e) Yfirdýralæknisemb., dags. 07.10., 15.10.02
AFGREIÐSLUR:
1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
2. Rætt um svok. Ásgarðsmál og hvernig leysa megi það á farsælan hátt. Málið snýst um það að afhenda eigendum að Ásgarði (vestara býli) 8,9 ha lands úr eigu sveitarfélagsins. Mistök urðu þegar sveitarfél. seldi og afhenti núverandi eigendum 52,6 ha lands en í ljós kom að sveitarfélagið átti ekki 8,9 ha af því landi og þarf því að leiðrétta þau mistök. Landbúnaðarnefnd leggur til að eigendum Ásgarðs verði afhent landspilda norðan Siglufjarðarvegar sem bætur fyrir þau mistök, sem gerð voru. Tæknideild falið að vinna að lausn málsins ásamt starfsmanni landbúnaðarnefndar, Sigurði Haraldssyni. Þá kynnti Bjarni bréf, dags. 25. sept. 02, undirritað af Ingibjörgu Sigurðardóttur, Ásgarði vestari. Þar er óskað eftir umsögn um stofnun lögbýlis að Ásgarði vestari. Landbúnaðarnefnd óskar eftir að tæknideild sveitarfélagsins skilgreini rétt og stöðu þjónustubýla, sem verða til við þéttingu byggðar, þ.e.a.s. hver er munur á þjónustubýli og lögbýli. Móta þarf samræmda stefnu í skipulagi varðandi þessi atriði. Undir þessum dagskrárlið mætti á fund nefndarinnar Jón Berndsen, byggingarfulltrúi.
3. Forðagæsla verður framkvæmd í sveitarfélaginu í samvinnu við Akrahrepp og Siglufjarðarbæ. Búið er að samþ. ný lög og reglugerð um búfjáreftirlit. Gera þarf samstarfssamning varðandi forðagæsluna og framkvæmd hennar. Bjarni og Einar kosnir í samstarfsnefndina um búfjáreftirlit.
4. Lögð fram skýrsla um eyðingu refa og minka í sveitarfélaginu frá 1. sept. 2001 - 31. ág. 2002. Veiddir voru 237 refir og 266 minkar, vísast til skýrslunnar. Landbúnaðarnefnd mun við gerð fjárhagsáætlunar 2003 leitast við að ná niður kostnaði, sem er verulega hár.
5. Búfjársjúkdómar, sjá trúnaðarbók.
6. Bréf:
a. Kynnt bréf Jóhanns í Keflavík, dags. 25.10.02, þar sem hann mótmælir væntalegum
aðgerðum til útrýmingar fjárkláða og telur þær óþarfar.
b. Kynnt bréf, dags. 17.11.02, undirritað af Guðrúnu E. Árnadóttur, Eyhildarholti. Þar
er óskað undanþágu frá þeim væntanlegum aðgerðum, sem fyrirhugaðar eru til
útrýmingar fjárkláða.
Landbúnaðarnefnd hefur óskað eftir fundi með yfirdýralækni um þessar aðgerðir,
sem boðaðar hafa verið á nokkrum svæðum í sveitarfélaginu, fundurinn verður
haldinn í Tjarnarbæ þ. 18.11.02 kl. 1600, (þ.e.a.s. í lok þessa fundar).
Landbúnaðarnefnd vísar fyrrnefndum bréfum til yfirdýralæknis, sem mætir hér á
eftir og verður til svara um þau atriði, sem fram komu hjá bréfriturum.
c. Kynnt bréf, dags. 08.10.02, undirritað af Þorsteini Ólafssyni, Kárastöðum. Þar er
óskað eftir aðstoð landbúnaðarnefndar varðandi ágang búfjár og að koma
merkjagirðingum í lag.
Starfsmanni, Sigurði Haraldssyni, falið að fara með málið til Leiðbeiningar-
miðstöðvar og vinna að lausn málsins með Eiríki Loftssyni, ráðunaut,
samkv. 5. og 7. grein girðingalaga og lögum um ágang búfjár.
d. Kynnt bréf, dags. 06.11.02, undirritað af Birgi Þórðarsyni, Ríp. Þar er farið fram á
styrk til sauðfjársæðinga, vegna þess að allur hrútastofninn á Ríp var aflífaður vegna
salmonellusmits í sumar.
Landbúnaðarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
e. Kynnt bréf, dags. 07.10.02, frá embætti yfirdýralæknis, varðandi hrútakaup.
Kynnt bréf, dags. 15.10.02, frá embætti yfirdýral., er varðaði ósk um leyfi til að
flytja 4 geitur frá Ingveldarstöðum í Hjaltadal að Nesi, Fljótum.
Landbúnaðarnefnd mælir ekki með þessum flutningi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1600.
Sigurður Haraldsson