Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

10. fundur 21. janúar 2003

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 10  – 21.01.2003

            Ár 2003, þriðjudaginn 21. jan. kl. 1100, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson var í símasambandi, en hann var staddur í Reykjavík og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.

Dagskrá:
                1.      Fundarsetning
                2.      Fjárhagsáætlun 2003
                3.      Bréf

AFGREIÐSLUR:
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
2.      Fjárhagsáætlun 2003.
Endanlega gengið frá fjárbeiðni frá fjallskiladeildum, endanleg niðurstaða kr. 3.150.000,- sem sótt er um frá sveitarfélaginu, vísast til áætlunarinnar.
Kostnaður við eyðingu á ref og mink fór nokkuð fram úr áætlun árið 2002.
Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að halda kostnaði innan þess ramma sem settur er og óskar eftir kr. 4.6 millj., sem er sama upphæð og var á áætlun 2002. Áætluð endurgreiðsla kr. 1.000.000,-.

3.      Kynnt bréf, dags. 16.12.2002, undirritað af Margeiri Björnssyni, Mælifellsá, er varðaði álagningu fjallskilagjalda v/Eyvindarstaðaheiðar.
Samþ. var að fela Bjarna og Sigurði að vinna í málinu.

Fleira ekki gert, fundi slitið.
            Sigurður Haraldsson