Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

11. fundur 24. febrúar 2003

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 11  – 24.02.2003

            Ár 2003, mánudaginn 24. febrúar kl. 1000, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.

Dagskrá:
            1.      Fundarsetning
            2.      Vargfugl
            3.      Mál er varðar jörðina Ríp I, II, III í Skagaf.

AFGREIÐSLUR:
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
2.       Bjarni bauð velkominn til fundar við nefndina Þorstein Sæmundsson, forstöðumann Náttúrustofu N.L.V. Tilefni þess að Þorsteinn var boðaður til fundarins var að ræða um vargfugl, sem virðist vera að fjölga í Skagafirði.
Mjög gagnleg umræða fór fram og Þorsteinn greindi frá fjölmörgum atriðum varðandi rannsóknir og hegðun, aukning virðist mest á hettumáfi.
Nokkuð skiptar skoðanir eru um hvernig best sé að standa að fækkun.
Fjármagn vantar til rannsókna og talningar á stofninum, talning fór síðast fram 1987. Nauðsynlegt talið að fram fari talning og rannsókn t.d. á hettumáfi og hvort fuglinn sé smitaður salmonellu. Þá var rætt nokkuð um álft og gæs, sem eru í auknum mæli að valda kornbændum í Skagafirði heilmiklu tjóni.
Þá sagði Þorsteinn frá fyrirhuguðum votlendisrannsóknum í Skagafirði og áhuga Náttúrustofu á að markaðssetja náttúruna, fuglalífið og umhverfið og tengja ferðaþjónustu.
Samþ. var að fela Þorsteini að kanna kostnað varðandi talningu og rannsóknir á vargfugli og kynna niðurstöðuna nefndinni.

Vék nú Þorsteinn af fundi.
3.          Sjá trúnaðarbók.
Samþ. að landbúnaðarnefnd komi saman til fundar n.k. fimmtudag kl. 10 f.h.
        Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13,15
  
                 Sigurður Haraldsson