Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 15 – 25.09.2003
Ár 2003, fimmtudaginn 25. sept. kl. 1000, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í kaffistofu Áhaldahússins á Sauðárkróki.
Mættir voru: Árni Egilsson, Einar Einarsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Tillaga um lausn varðandi bréf Þorsteins Ólafssonar þ. 18.11.02
3. Ásgarðsmál
4. Írafell
5. Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1. Árni setti fund og kynnti dagskrá.
2. Landbúnaðarnefnd hafði borist tillaga frá Eiríki Loftssyni, héraðsráðunaut, og Sigurði Haraldssyni, starfsm. landbúnaðarnefndar, varðandi lausn á að koma merkjagirðingu í lag s.b. bréf frá Þorsteini Ólafssyni, dags. 18.11.02.
Landbúnaðarnefnd leggur til við landeigendur að farið verði eftir framkominni tillögu um lausn málsins.
3. Landbúnaðarnefnd hefur borist tillaga samkv. uppdrætti um lausn á svonefndu Ásgarðsmáli frá Hallgrími Ingólfssyni, tæknifræðingi sveitarfélagsins, en málinu var vísað til tæknideildar þ. 6.12.02.
Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu.
4. Landbúnaðarnefnd hefur mótt. bréf, dags. 20.6.03, undirritað af Hjalta Stefánssyni og Sölva Oddssyni, þar sem þeir óska eftir að fá að kaupa eyðijörðina Írafell.
Írafell er í eigu ríkisins, en sveitarfél. hefur haft hluta jarðarinnar á leigu til hrossabeitar fyrir íbúa í Lýtingsstaðahreppi. Formanni falið að skoða málið.
5. Önnur mál.
Rædd voru ýmis mál, s.s.:
a) Lausaganga búfjár og búfjárhald. Samþ. var að óska eftir fundi með formanni byggingar- og skipul.nefndar og byggingafulltrúa.
b) Samþ. var að fela Árna formanni og Sigurði að ganga frá samningi við dýralækna um garnaveikibólusetningu og hundahreinsun í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari fundar