Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

16. fundur 11. nóvember 2003

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 16  – 11.11.2003

 
 
            Ár 2003, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 1000, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í kaffistofu Áhaldahússins á Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá:
1.      Fundarsetning
2.      Markaskrá, útgáfa 2004
3.      Fjárhagsáætlun 2004
4.      Önnur mál
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.          Árni setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.          Markaskrá 2004. Undir þessum lið mættu til fundarins Lilja Ólafsdóttir, markavörður Skagafjarðarsýslu og Agnar H. Gunnarsson, oddviti Akrahrepps.
Lagt var fram til kynningar bréf frá Bændasamtökum Íslands, undirritað af Ólafi Dýrmundssyni, þar sem fram koma ýmis atriði vegna útgáfu markaskrárinnar. Rætt var um fyrirkomulag um söfnun marka og gjaldtöku fyrir skráð mark. Samþ. var að gjald fyrir skráð mark, brennimark og frostmark verði kr. 1.700,-. Samþ. var að láta prenta 600 eintök.
Lilju Ólafsdóttur, Agnari H. Gunnarssyni og Sigurði Haraldssyni falið að skipuleggja söfnun og auglýsa fyrirkomulag. Söfnun skal lokið fyrir 15. des. n.k.
Agnar og Lilja viku nú af fundi.
 
3.          Fjárhagsáætlun 2004.
Rætt var um framlög til fjallskilasjóða og fleiri atriði varðandi áætlunina. Samþ. var að ræða nánar um fjárhagsáætlunina á næsta fundi.
 
4.          Önnur mál.
Árni sagði frá málefnum er varðar breytingar sem fyrirhugaðar eru á arðskrá Veiðifél. Blöndu, er varðar eignarhald sveitarfélagsins á Eyvindarstaðaheiði.
Árni hefur sótt fundi vegna málsins.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
                                                Sigurður Haraldsson
Einar E. Einarsson
Úlfar Sveinsson
            Árni Egilsson