Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

21. fundur 19. apríl 2004
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 21  – 19.04.2004

 
 
            Ár 2004, mánudaginn 19. apríl kl. 1200, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Löngumýri.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar E. Einarsson, og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
 
Dagskrá:
1.      Búfjárreglugerð fyrir Hofsós
2.      Búfjárhald í þéttbýlisstöðum í Skagafirði
3.      Endurnýjun Deildardalsréttar
4.      Stíflurétt í Fljótum
5.      Ásgarður, Viðvíkursveit
6.      Refa- og minkaveiði 2004
7.      Bréf
8.      Kynnig á drögum að samningi Veiðifél. Blöndu og Landsvirkjunar
9.      Galtarárskáli
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
Árni setti fund og kynnti dagskrá.
 
1.      Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjóra að búfjárreglugerð um búfjárhald í Hofshreppi, gefin út af Landbúnaðarráðuneyti þ. 12. ágúst 1992, verði felld úr gildi. (Reglugerðin fjallar um búfjárhald í Hofsósi.)
 
2.      Landbúnaðarnefnd óskar eftir því við Skipulags- og byggingarnefnd að kveðið verði skýrt á um það í aðalskipulagi hvernig búfjárhaldi verði háttað í þéttbýlisstöðum í Skagafirði. Landbúnaðarnefnd er tilbúin til viðræðna um málið.
 
3.      Deildardalsrétt. Samkv. bréfi dags. 9. jan. sl. frá fjallskiladeildum Deildardals og Unadals um endurnýjun á skilarétt, kostnaðaráætlun kr. 2.275.000,-, leggur Landbúnaðarnefnd til að veitt verði heimild til lántöku allt að 65#PR hjá Lánasjóði landbúnaðarins.
 
4.      Stíflurétt í Fljótum. Réttin eyðilagðist í snjóflóði í janúar sl. Unnið er að því að athuga um bætur úr Bjargráðasjóði og í framhaldi af þeirri athugun verður tekin ákvörðun um byggingu nýrrar skilaréttar.
 
5.      Lagt fram bréf frá Byggðarráði Skagafjarðar, dags. 9. mars sl., þar er óskað umsagnar landbúnaðarnefndar um ósk Guðríðar Magnúsdóttur um leigu á landi í Ásgarði. Landbúnaðarnefnd leggur til að óbreytt fyrirkomulag verði á notkun landsins.
 
6.      Rætt var um refa- og minkaveiði á komandi vori, samkv. bréfi Byggðarráðs þ. 30. mars 2004. Árna falið að afla frekari upplýsinga hjá ríkisvaldinu og Samb. sveitarfélaga, einnig um fjölda veiddra dýra í nágrannasveitarfélögum. Þessi mál verða til umræðu á næsta fundi.
 
7.      Lagt fram bréf, dags. 11. mars ’04, frá Framkvæmdanefnd búvörusamninga. Þar kemur fram að framkvæmdanefnd hefur ákveðið að greiða sveitarfél. kr. 1.000,- fyrir hverja gæðahandbók, sem búfjáreftirlitsmaður yfirfer.
 
8.      Er hér var komið mættu til fundar fulltrúar Eyvindarstaðaheiðar, þau Erla Hafsteinsdóttir, Valgerður Kjartansdóttir, Björn Friðriksson og Freysteinn Traustason. Árni bauð ofantalin velkomin, hann rakti þau atriði sem helst hafa komið fram í viðræðum um væntanlegan samning milli Veiðifél. Blöndu og Landsvirkjunar. Fram kom að Landsvirkjun er tilbúin að greiða kr. 25 milljónir í bætur fyrir skerta veiði á vatnasvæði Eyvindarstaða- og Auðkúluheiða. Stofna þarf sérstakt veiðifélag um vatnasvæðið. Nokkrar umræður fóru fram um málið.
 
9.      Galtarárskáli. Rætt var um fyrirhugaða stækkun á skálanum, endurbætur á hreinlætisaðstöðu svo og bættar brunavarnir. Nokkrar umræður fóru fram um fyrirhugaðar breytingar, fram kom að fengist hefur undanþága um notkun í sumar.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
                                        Sigurður Haraldsson