Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 25 – 23.09.2004
Ár 2004, fimmtudaginn 23. september kl. 830, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, Áhaldahúsi, Sauðárkróki.
Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar E. Einarsson, og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá:
1. Refa- og minkaeyðing 2004
2. Réttarbygging í Fljótum
3. Fjallskilagjöld
4. Aðalskipulag Skagafjarðar
5. Bréf – Anna Lísa Wíum
6. Girðingar o.fl.
7. Kynntur samningur
8. Búfjáreftirlit
9. Markaskrá 2004
10. Landbúnaðarnefnd fór í skoðunarferð á Sláturhús K.S.
AFGREIÐSLUR:
1. Lagðar fram tölur um refa- og minkaveiði 2004, ekki er þó um endanlegar tölur að ræða, en ljóst er að kostnaður fer fram úr fjárhagsáætlun um allt að 1 milljón, sem stafar m.a. af því að dýrbítur hefur valdið skaða m.a. á Tjarnardal norðan Kálfárdals, Efribyggðafjöllum, Hofsafrétt og víðar. Ljóst er að bændur hafa orðið fyrir verulegu tjóni og þá sérstaklega á Efribyggðasvæðinu.
2. Byggð hefur verið ný skilarétt í landi Nýræktar í Fljótum, kostnaðartölur liggja ekki fyrir en beðið er eftir afgreiðslu Bjargráðasjóðs.
3. Fjallskilagjöld:
Lagt fram bréf dags. 16. ág. 04, undirritað af Steinþóri Tryggvasyni f.h. fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurdeildar, vegna ógreiddra fjallskilagjalda. Málið verður skoðað í samhengi við önnur álíka mál í sveitarfélaginu. Formanni falið að afla gagna fyrir næsta fund.
4. Aðalskipulag Skagafjarðar:
Kynntar tillögur og hugmyndir um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfél. Skagafirði.
5. Bréf:
Lagt fram bréf, dags. 15. sept. ’04, undirritað af Önnu Lísu Wíum, er varðaði aðstöðu í Hlíðarrétt. Formanni falið að svara bréfinu.
6. Girðingar o.fl.
Sett hefur verið upp girðing milli Hofsár og Grafarár, einnig pípuhlið á innkeyrslu í Hofsós.
Að beiðni fjallskilanefndar Hofsafréttar var lagður og lagaður vegaslóði að Keldudalsskála.
7. Kynnt undirrituð Landbóta- og landnýtingaráætlun 2004-2008 Eyvindarstaðaheiði í Bólstaðarhl.hreppi.
8. Rætt um búfjáreftirlit.
9. Markaskrá 2004 er komin út og hefur verið dreift.
10. Landbúnaðarnefnd fór í skoðunarferð á Sláturhús K.S.
Fleira ekki gert, fundi slitið.