Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

31. fundur 02. júní 2005

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 31  – 02.06.2005

 
 
            Ár 2005, fimmtudaginn 2. júní kl. 10:00, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, Áhaldahúsi, Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Einar E. Einarsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
 
Dagskrá
 
1.      Refa- og minkaeyðing sumarið 2005
2.      Erindi frá Sveini Ragnarssyni
3.      Galtarárskáli
4.      Skarðsá í Sæmundarhlíð
5.      Önnur mál
 
Árni setti fund og kynnti dagskrá.
 
afgreiðslur
 
1.      Refa- og minkaeyðing sumarið 2005.
Rætt var um grenjavinnslu svo og minkaveiðar á komandi sumri. Gert er ráð fyrir að veiðarnar verði með svipuðu sniði og verið hefur. Haft hefur verið samband við veiðimenn. Samþ. var að kaup vegna grenjavinnslu hækki um 3#PR.
Borist hefur bréf varðandi viðmiðunartaxta ríkisins vegna refa- og minkaveiða uppgjörstímabil 1. sept. 2004 - 31. ágúst 2005, frá Umhverfisstofnun. Þar kemur m.a. fram að ríkið muni ekki geta staðið við 50#PR endurgreiðslur, en undanfarin 2 ár hefur endurgreiðslan numið aðeins 30#PR og mun svo verða á þessu ári.
Landbúnaðarnefnd mótmælir harðlega þeim niðurskurði á framlagi ríkisins sem verið hefur undanfarin ár og verður einnig á þessu ári.
Sigurður sagði frá skoðunarferð sem farin var austur í Kelduhverfi þ. 12. maí sl. með 7 minkaveiðimenn, sem veitt hafa á vegum sveitarfélagsins. Skoðaðir voru fjölmargir veiðistaðir svo og veiðiaðferðir með röragildrum og bogum, undir leiðsögn Jóhanns á Víkingavatni. Ferðin þótti takast vel og veiðimenn ánægðir með hana. Röragildrurnar vöktu sérstaklega athygli þeirra og komu þeir því heim með nýjar hugmyndir um veiðiaðferðir, sem ættu að stuðla að auðveldari veiði og fækkun minks í sveitarfélaginu.
Í framhaldi gerði landbúnaðarnefnd eftirfarandi bókun:
“Landbúnaðarnefnd samþ. að óska eftir samstarfi við veiðifélögin um veiðar á mink. Lagt er til að skrifað verði bréf til veiðifélaganna og þeim boðið að sveitarfélagið komi að kaupum á gildrum og leggi til fagmenn til að koma þeim upp og annast þær í samvinnu við stjórnir veiðifélaganna og landeigendur, sem síðan tækju við og sæju um eftirlit með þeim.
Með þessu móti mætti auka veiðarnar og minnka kostnað við eftirlit og akstur á komandi árum.”
 
2.      Erindi frá Sveini Ragnarssyni:
Landbúnaðarnefnd hefur borist ósk frá Byggðarráði um umsögn á erindi Sveins Ragnarssonar um tilboð vegna lands neðan þjóðvegar við Ásgarð.
 “Landbúnaðarnefnd telur ekki þörf á að sveitarfélagið haldi þessu landi v/leigu til beitar.”
Einar E. Einarsson leggur fram eftirfarandi bókun:
“Eftirspurn eftir landi til beitar á þessu svæði hefur minnkað verulega á síðustu árum og því raunhæft að skoða aðra nýtingarmöguleika og/eða sölu. Fyrir liggja hinsvegar eldri bréf (eitt frá 29. apríl 2003), þar sem fjárfestar óska eftir kaupum á landi sem liggur norðan við þetta, undir sumarhúsabyggð. Því erindi hefur ekki verið svarað af hálfu sveitarfélagsins. Ég tel eðlilegt að þessi mál séu skoðuð í samhengi við skipulag á þessu svæði í heild en t.d. má benda á að núverandi vegur niður að Kolkuósi liggur í gegnum það land sem verið er að óska eftir kaupum á. Ég myndi því telja það bæði eðlilega og góða stjórnsýslu að fyrst væri mótuð stefna um hvað ætti að selja af þessu landi og síðan væri það boðið til sölu á frjálsum markaði eins og aðrar fasteignir sem sveitarfélagið er að selja í dag. Ekki er óeðlilegt að selja landið síðan með t.d. skilyrðum um búsetu. Mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir landi í Skagafirði og verð á því almennt mjög hátt.” 
                                                                                                    Einar E. Einarsson.
 
3.      Galtarárskáli.
Varðandi ósk frá Upprekstrarfélagi Eyvindarstaðaheiðar um viðbyggingu og viðhald skálans gerir landbúnaðarnefnd eftirfarandi bókun: 
“Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita Upprekstrarfél. Eyvindarstaðaheiðar heimild til að láta ljúka hönnun og gera kostnaðar- og rekstraráætlun v. stækkunar og viðhalds á Galtarárskála. Jafnframt að leita eftir tilboðum í verkið.”
 
4.      Skarðsá í Sæmundarhlíð.
Lagt fram bréf til Landbúnaðarnefndar, dags. 1. júní sl., frá Skarðsárnefnd.
Skarðsárnefnd hefur borist bréf frá Ingva Þ. Sigfússyni og Sigfúsi Snorrasyni um ósk á leigu á Skarðsá.
“Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að sá hluti Skarðsár, sem er neðan afréttargirðingar, verði leigður út.”
Bréfinu vísað til Byggðarráðs.
Einar E. Einarsson lagði fram eftirfarandi bókun: 
“Undirritaður vill benda á að sé sveitarfélagið að leigja út land sem leigutaki áætlar að byggja á, eins og er í þessu tilfelli, (munnlegar upplýsingar frá Sigurði Sigfússyni), sé verið að takmarka mjög aðra nýtingu á landinu og þrengja hugsanlega sölumöguleika seinna meir. Ég legg því til að landið verði skipulagt til framtíðar þannig að selja megi þá hluta sem sátt er um að selja, þannig að þeir sem byggi þar, byggi á eigin landi en ekki leigulandi.” 
                                                                                                    Einar E. Einarsson.
 
5.      Önnur mál.
a.       Landamerkjagirðing milli Kárastaða (Holtsmúlapartur) og Stóru-Grafar ytri. Þar sem aðilar hafa ekki komið sér saman um tillögu Landbúnaðarnefndar í þessu deilumáli þá bendir Landbúnaðarnefnd deiluaðilum á girðingarlög nr. 135 ár 2001.
b.      Lagt fram til kynningar bréf dags. 02.06.05 frá Leiðbeiningarmiðstöðinni ehf er varðaði samning um forðagæslu og greiðslur vegna gæðahandbókar í sauðfjárrækt.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Árni Egilsson                                        Sigurður Haraldsson
Einar E. Einarsson
Úlfar Sveinsson
 
 
 
../ems