Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 34 – 02.11.2005
Ár 2005, miðvikudaginn 2. nóv. kl. 10:00, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, (Áhaldahúsinu á Sauðárkróki).
Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson, og
Dagskrá
- Fjallskilamál í Hóla- og Viðvíkurdeild
- Fjallskilamál á Hofsafrétt
- Önnur mál
afgreiðslur
Árni setti fund og bauð velkomna Steinþór Tryggvason og Birgi Haraldsson, sem mættir voru varðandi 1. dagskrárlið.
1. Rætt var um innheimtu fjallskilagjalda í Hóla- og Viðvíkurdeild. Steinþór og Birgir gerðu grein fyrir stöðu mála í deildinni.
Landbúnaðarnefnd telur ekki ástæðu til að breyta reglum um innheimtu fjallskilagjalda í Hóla- og Viðvíkurdeild
2. Rætt var um fjallskilamál á Hofsafrétt og bréf frá fjallskilastjóra Hofsafréttar dags. 13.10.05, sem m.a. varðaði göngur og réttir á Hofsafrétt sl. haust.
Samþykkt var að boða þann aðila, sem málið varðar, á fund Landbúnaðarnefndar til viðræðu. Árna falið að vinna í málinu.
3. Önnur mál:
Send hafa verið út eyðublöð varðandi fjárhagsáætlun fjallskiladeildar fyrir árið 2006, sem ber að skila fyrir 12. nóv. n.k.
Fleira ekki gert, fundi slitið.