Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 38 (110) – 03.04.2006
Fundur 38 (110) – 03.04.2006
Ár 2006, mánudaginn 3. apríl kl. 10:00, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, Sauðárkróki.
Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá
- Fundarsetning
- Galtarárskáli
- Borgarey
- Önnur mál
afgreiðslur
1. Árni setti fund og kynnti dagskrá.
2. Galtarárskáli. Árni sagði frá gangi mála varðandi viðbyggingu við Galtarárskála. Landbúnaðarnefnd gerir eftirfarandi bókun:
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita Upprekstrarfélagi Eyvindarstaðaheiðar heimild til að stækka Galtarárskála skv. teikningum, sem unnið var að af Verkfræðiskrifst. Stoð á Sauðárkróki. Lægsta tilboð í verkið kom frá Trésmiðjunni Krák ehf, Blönduósi, að upphæð kr. 11.937.290 m.vsk. Verkið verður fjármagnað að hluta með 8.000.000 kr. láni frá Eyvindarstaðaheiði ehf til 20 ára með 4,15#PR vöxtum, verðtryggt. Gert er ráð fyrir því að virðisaukaskattur fáist endurgreiddur.
Þá óskar Landbúnaðarnefnd eftir því við Byggðarráð að það fjármagni framkvæmdina sem er umfr. 8.000.000 kr. í eignarhlutfalli á móti Húnavatnshreppi eða allt að kr. 1.500.000.
3. Rætt var um málefni Borgareyjar. Sigurði falið að sjá um þau mál í samráði við fjármálastjóra.
4. Önnur mál: Rædd ýmis mál.
Árni Egilsson, ritari