Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 39 (111) – 16.05.2006
Fundur 39 (111) – 16.05.2006
Ár 2006, þriðjudaginn 16. maí kl. 14:00, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, Sauðárkróki.
Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá
- Fundarsetning
- Refur og minkur 2006
- Leiga lands í Borgarey
- Leiga lands á Steinsstöðum
afgreiðslur
1. Árni setti fund og kynnti dagskrá.
2. Rætt var um grenjavinnslu svo og minkaveiði á komandi sumri. Gert er ráð fyrir að veiðarnar verði framkv. með svipuðu sniði og verið hefur. Nokkrir minkaveiðimenn hafa sett upp gildrur (röragildrur) með góðum árangri.
Samþ. var að kaup vegna grenjavinnslu hækki um 3,5#PR.
Borist hefur bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 10.05.06, efni viðmiðunartaxtar vegna refa- og minkaveiða uppgjörstímabil 1. sept. 2005 – 31. ág. 2006. Þar kemur fram að ríkissjóður mun endurgreiða 50#PR útl. kostn. og verðlauna svo fremi að greiðslur fari ekki fram úr þeim viðmiðunartölum sem hér fara á eftir:
Minkar | kr | 3.000,- |
Tímakaup | kr | 600,- |
Akstur | kr pr. km. | 53,- |
Refir: | ||
Fullorðnir refir | kr | 7.000,- |
Yrðlingar | kr | 1.600,- |
Sigurði falið að ræða við veiðimenn.
3. Leiga lands í Borgarey
Allnokkrar umræður urðu um land í Borgarey. Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að banna fuglaveiði með skotvopnum í landi sveitarfélagsins í Borgarey.
Nokkur erindi hafa borist um leigu lands í Borgarey samkv. auglýsingu. Eftirtaldir hafa óskað eftir landi:
a. Egill og Efemía, Daufá
b. Eymundur Þórarinsson, Saurbæ
c. Jón Pálmason, Sauðárkróki
d. Kári Gunnarsson, Varmahlíð
e. Hjalti Jóhannsson, Lækjarbakka.
Landbúnaðarnefnd áréttar fyrri samþ. síðasta fundar um að Sigurður sjái um málefni Borgareyjar.
4. Leiga lands á Steinsstöðum
Borist hefur beiðni frá Helga Friðrikssyni um land til beitar á Steinsstöðum. Sigurði falið að afgreiða málið.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Árni Egilsson, ritari