Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 44 (116) – 05.10.2006
Fundur 44 (116) – 05.10.2006
Ár 2006, fimmtudaginn 5. okt. kl. 11:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
Mætt voru: Einar Einarsson, Sigríður Björnsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá
- Endurskipun í búfjáreftirlitsnefnd
- Málefni Hofsafréttar.
- Bréf frá Landgræðslunni
- Niðurstöður minka- og refaveiða 2006
- Garnaveikibólusetning og hundahreinsun 2006
- Bréf frá fjallskilastj. Deildardals
- Trúnaðarmál
- Önnur mál
Einar setti fund og kynnti dagskrá.
1. Sigríður Björnsdóttir kosin í búfjáreftirlitsnefnd í stað Ingibjargar Hafstað.
2. Einar sagði frá gangi mála er varðar Hofsafrétt. Lögfræðingur sveitarfélagsins hefur lagt inn kæru til Sýslumannsins á Sauðárkróki vegna upprekstrar hrossa á afréttinn.
3. Borist hefur bréf frá Landgræðslunni dags. 11.09.06, er varðar framkvæmd landbóta og landnýtingaráætlunar fyrir Hofsafrétti. “Þar er m.a. tilk. að landbóta og landnýtingaráætlun fyrir Hofsafrétt er fallin úr gildi og upprekstraraðilar uppfylla því ekki skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.” Landbúnaðarnefnd gagnrýnir þessa einhliða ákvörðun Landgræðslunnar þar sem allir nema einn aðili hafa uppfyllt skilyrði landbóta og landnýtingaráætlunarinnar. Ákveðið að leita álits lögfræðings Bændasamtaka Íslands á næstu skrefum ásamt því að svara Landgræðslunni svo hagsmunir bændanna gagnvart álagsgreiðslum verði tryggðir.
4. Minka- og refaveiðar 2006. Sigurður Haraldsson lagði fram tölur um veiði, er voru þessar:
Veiddir minkar 419. Refir: 94 hlaupadýr, 74 grendýr, 154 yrðlingar.
Ljóst er að kostnaður við veiðarnar fer nokkuð fram úr áætlun, endurgreiðsla frá ríki liggur ekki fyrir.
5. Einari og Sigurði falið að ganga frá samningi við dýralækna og auglýsa í Sjónhorni.
6. Bréf dags. 22. sept. 06 frá Kristjáni Jónssyni, fjallskilastjóra Deildardals, þar sem hann óskar að hætta því starfi. Kosinn í hans stað Guðmundur Jónsson, Óslandi. Kristjáni þökkuð vel unnin störf á liðnum árum.
7. Trúnaðarmál – sjá trúnaðarbók.
8. Rædd ýmis mál, m.a. fregnir af lausagöngu stóðhesta á afrétti. Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að koma í veg fyrir lausagöngu stóðhesta í samvinnu við fjallskilastjóra og búfjáreigendur
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari.