Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

46118. fundur 14. desember 2006
Ár 2006, fimmtudaginn 14. des. kl. 13:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
            Mætt voru: Einar Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.

 
Dagskrá
 
  1. Fjárhagsáætlun 2007.
  2. Bréf.
 
Einar setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
  1. Fjárhagsáætlun 2007
Einar fór yfir og útskýrði framlagða áætlun. 
 
A.  Landbúnaðarnefnd, málaflokkur 13200 gerir ráð fyrir kr. 1.200.000
B.  Ýmis landbúnaðarmál, málaflokkur 13210 gerir ráð fyrir kr. 6.100.000, þarf af til fjallskiladeildanna v/viðhalds mannvirkja og nýframkvæmda kr. 2.854.000 og vegna búfjáreftirlits kr 2.854.000 m/vsk.
C. Markaskrá, málaflokkur 13220 kr. 30.000
 
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 með fyrirvara um framlag til refa- og minkaveiða.  Landbúnaðarnefnd vill leggja áherslu á að ekki verði lagt minna til veiðanna en verið hefur.  Landbúnaðarnefnd leggur til að farið verði í viðræður við nágranna sveitarfélögin um þessar veiðar í heild þar sem dýrin hlaupa milli svæða og sveitarfélögin hér á norðurlandi eru að leggja mjög mismikið til þessara veiða.  Jafnframt vill Landbúnaðarnefnd leggja áherslu á að ríkið komi með meira fjármagn inn í þessar veiðar en ljóst er að aukinn fjöldi refa og minka í náttúrunni bitnar mjög á öllu fuglalífi, veiði og búfénaði bænda. 
 
  1. Bréf
a)      Lagt fram til kynningar bréf frá Hermanni Þórissyni og Hallfríði Eysteinsdóttur dagsett 15. nóv 2006, þar sem óskað er eftir að fá að flytja sauðfé frá Litlu-Gröf að Ármúla.
b)      Lagt fram bréf frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni dagsett 8.12.2006 þar sem erindi Hermanns og Hallfríðar er hafnað.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
 
Sigurður Haraldsson ritari.