Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

47119. fundur 23. janúar 2007
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 47 (119) – 23.01.2007

 
 
            Ár 2007, þriðjudaginn 23. janúar kl. 10:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
            Mætt voru: Einar Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá
  1. Málefni Hofsafréttar. Bjarni Maronsson mætir undir þessum lið.
  2. Verkefni framundan.
  3. Önnur mál.
 
afgreiðslur
 
Einar setti fund og kynnti dagskrá og bauð viðstadda velkomna til fundar.
 
1.      Málefni Hofsafréttar.
Einar fór yfir það helsta sem gerst hefur á sl. ári, er varðaði m.a. kæru vegna uppreksturs hrossa sumarið 2006, þá vék hann að bréfi dags. 09.11.06 frá Landgræðslu ríkisins er varðaði landbóta- og landnýtingaráætlun fyrir Hofsafrétt, sem þarf að vera til staðar fyrir 11.02.07.
Bjarni Maronsson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar, fór yfir stöðu mála og fór yfir lög og reglur er varða landbóta- og landnýtingaráætlun almennt. Málin voru rædd frá ýmsum hliðum. Vandamálið er að Giljaland er ógirt og eiga hross greiðan aðgang í afréttinn.
Samþ. var að funda með stjórn uppr.fél. Hofsafréttar um málið, sem þarf að hraða.
Bjarni vék nú af fundi.
 
2.      Verkefni framundan.
Rætt var um m.a. að fara ofan í kostnað við veiðar á ref og mink. Þá er á áætlun að ræða við nágrannasveitarfélög og fá uppl. um fjölda veiddra dýra og kostnað sl. ára. Þá er fyrirhugað að funda með fjallskiladeildum á nokkrum svæðum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fjallskilastjórnir fái ekki samþ. framlag til viðhalds á réttum og öðrum mannvirkjum nema gegn skilum á ársreikningum fyrir árið 2006 svo og eldri reikn. fyrir lok mars 2007.
 
3.      Önnur mál.
Sigurður lagði fram yfirlit um girðingaúttekt í Sveitarfél. Skagafirði 2006. Úttekt var gerð á 124 jörðum og jarðarpörtum, greiddar voru kr. 3.466.893 af Vegagerðinni.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Sigurður Haraldsson, ritari.