Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 48 (120) – 30.01.2007
Fundur 48 (120) – 30.01.2007
Ár 2007, þriðjudaginn 30. janúar kl. 10:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
Mætt voru: Einar E. Einarsson, Sigríður Björnsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá
- Bréf frá Fjallskiladeild Hofsafréttar
- Landbóta- og landnýtingaráætlun fyrir Hofsafrétt
- Tillaga um að Sveitarfél. Skagafj. verði aðili að stofnun Landssamtaka landeigenda
- Bréf til fjallskilanefnda
- Áskorun til landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra um aukið fjármagn til refa- og minkaveiða
- Önnur mál.
afgreiðslur
Einar setti fund og lýsti dagskrá.
1. Borist hefur erindi frá Fjallskilanefnd Hofsafréttar, þar sem óskað er eftir að Landbúnaðarnefnd aðstoði þá við gerð nýrrar landbóta- og landnýtingaráætlunar fyrir Hofsafrétt.
Þar er einnig eftirfarandi samþykkt:
“Fjallskilastjórn samþykkir að skora á Landbúnaðarnefnd og Sveitarstjórn Skagafjarðar að banna upprekstur og alla lausagöngu hrossa, þar með úr heimalöndum á Hofsafrétt frá árinu 2007-2011, samkv. lögum nr. 6 frá 1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.”
2. Einar lagði fram samkomulag um Landbóta- og landnýtingaráætlun fyrir Hofsafrétt sem unnin hefur verið í samráði við fulltrúa Landgræðslunnar. Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða áætlun og vísast til hennar. Samþ. var að boða til fundar með bændum, sem upprekstur eiga á Hofsafrétt, fimmtudaginn 1. febr. n.k.
Með hliðsjón af ósk fjallskilanefndar Hofsafréttar um bann við lausagöngu og uppr. hrossa á Hofsafrétt, leggur Landbúnaðarnefnd til við Sveitarstjórn Skagafjarðar að hún samþykki umrædda beiðni, á grundvelli 16. greinar laga nr. 6 frá 1986 um afréttarmálefni, fjallskil og fl. að allur upprekstur hrossa og lausaganga, þar með úr heimalöndum, verði bannað frá árinu 2007 til og með árinu 2011.
3. Tillaga um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði aðili að stofnun Landssamtaka landeigenda. Ingibjörg Hafstað sagði frá stofnfundi fyrir Landssamtök landeigenda á Íslandi, sem haldinn var á Hótel Sögu 25. jan. 2007.
Landbúnaðarnefnd leggur til að Sveitarfél. Skagafjörður verði formlegur stofnaðili að Landssamtökum landeigenda.
Greinargerð:
“Þjóðlendulögin hafa verið mikið í umræðu nú síðustu vikur en með þau að vopni hefur ríkisvaldið gengið mjög hart fram í að ná til sín landi og þinglýstum eignum einstaklinga og sveitarfélaga. Innan marka Skagafjarðar eru mjög margar jarðir sem eiga land upp að óskiptu landi, bæði uppi á hálendinu en einnig í fjallgörðum fyrir vestan og austan Skagafjörð. Það er því mikið hagsmunamál fyrir marga landeigendur í Skagafirði og Sveitarfélagið Skagafjörð að eignarréttur einstaklinga og sveitarfélagsins verði varinn.”
4. Bréf til fjallskilanefnda.
Einar lagði fram bréf, sem senda á fjallskilanefndum í sveitarfélaginu. Þar er m.a. áréttuð samþykkt Landbúnaðarnefndar frá fundi nefndarinnar þ. 23. jan sl., er varðaði skil á fjallskilareikningum frá fjallskilastjórum.
5. Einar lagði fram bréf til landbúnaðar- og umhverfisráðherra, þar m.a. er áskorun til ráðherrans um að auknu fjármagni verði veitt til refa- og minkaveiði á Íslandi. Ítarleg greinargerð fylgdi bréfinu.
6. Önnur mál.
Rædd endurskoðun sem fram á að fara um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu no 175/2003 fyrir gildistöku 1. jan. 2008, vegna nýja samningsins um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Landbúnaðarnefnd samþykkir að vinna að gerð athugasemda.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari.