Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

50122. fundur 30. mars 2007
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 50 (122) – 30.03.2007

 
 
            Ár 2007, föstudaginn 30. mars, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar að Hótel Varmahlíð kl. 16:00.
 
            Mætt voru:  Einar E. Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Til fundarins voru boðaðir eftirtaldir:
Freysteinn Traustason fjallskilastjóri Lýtingsstaðahrepps, Björn Ófeigsson varafjallskilastjóri Lýtingsstaðahrepps og Björn Friðriksson fjallskilastjóri framhl. Seyluhrepps.
 
Einar setti fund og bauð fundarfólk velkomið.
 
Dagskrá
 
1.      Einar gerði grein fyrir tilefni þessa fundar, sem var að ræða um rekstur og fyrirkomulag smölunar á heimalandasvæðum og Eyvindarstaðaheiði. Miklar umræður fóru fram og ýmsum rekstrarformum og hugmyndum velt upp.
Landbúnaðarnefnd falið að útfæra nánari hugmyndir um rekstrarform.
 
2.      Kynnt bréf dags. 12.02.07 frá Landslögum, lögmannsstofu, varðandi lausagöngu hrossa í Vestur-Fljótum.
 
3.      Ingibjörg Hafstað sagði frá fyrirhuguðum fundi um þjóðlendumál, sem halda á að Löngumýri þ. 10. apríl n.k.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Sigurður Haraldsson, ritari.