Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 51 (123) – 04.04.2007
Fundur 51 (123) – 04.04.2007
Ár 2007, miðvikudaginn 4. apríl, kl. 11:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
Mætt voru: Einar E. Einarsson, Ingibjörg Hafstað. Sigríður Björnsdóttir gat ekki mætt en var í símasambandi. Þá var og mættur Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Einar setti fund og kynnti dagskrá.
Dagskrá
1. Einar lagði fram drög að samkomulagi um nýja skipan fjallskilamála í Lýtingsstaðahreppi og framhluta Seyluhrepps. Þessi drög voru unnin í framhaldi fundar í Varmahlíð þ. 30. mars sl. með fjallskilastjórum af ofangreindum svæðum. Landbúnaðarnefnd ræddi drögin og gerði á þeim nokkrar lagfæringar. Samþ. var að funda með fjallskilastjórum á viðk. svæðum og ræða drögin.
2. Lagt fram bréf, dags. 23. febr. 07, undirritað af Birgi Haukssyni og Kára Gunnarssyni er varðaði aukna veiði á mink á sl. árum og bréfritarar telja aukna veiði á búrmink.
3. Einar lagði fram nýja reglugerð um aðbúnað og meðferð minka og refa, gefið út af Landbúnaðarráðuneyti þ. 15. febr. 2007. Þar er m.a. nýmæli um aukið eftirlit með dýrheldni loðdýrabúra, sem verður á ábyrgð búfjáreftirlitsmanns.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari.