Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

53125. fundur 29. maí 2007
 
 
            Ár 2007, þriðjudaginn 29. maí, kl. 10:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
 
            Mætt voru:  Einar E. Einarsson, Ingibjörg Hafstað. Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá
 
  1. Viðræður við veiðimenn refa- og minkaveiða
 
Einar setti fund, bauð fundarfólk velkomið, sérstaklega Birgi Hauksson og Baldvin Sveinsson, sem mættir voru til viðræðna um grenjavinnslu vorið 2007. Eins og fram kom í síðustu fundargerð þarf að lækka kostnað við veiðarnar á ref og mink um ca kr. 1.600.000,-.
Landbúnaðarnefnd gerir tillögu um að breyta fyrirkomulagi veiðanna þannig að greidd verður ákveðin upphæð pr. dýr, þar í innifalin verðlaun, vinna, akstur, þessi till. á við bæði ref og mink.
Þeir Birgir og Baldvin tóku nokkuð vel í þessa hugmynd og viku þeir nú af fundi.
Gert er ráð fyrir að gera skriflegan samning við þá um veiðarnar.
Skagasvæði, Staðarfjöll og Efribyggðarfjöll.
 
Þá var mættur á fund nefndarinnar Guðsteinn Guðjónsson og var hann boðinn velkominn til fundar.
Guðsteini var gerð grein fyrir hugmyndum nefndarinnar, líkt og þeim Birgi og Baldvini. Guðsteinn hefur séð um veiðar á Hofsafrétt og Svartárdal, hann tók nokkuð vel í hugmyndir nefndarinnar og í framhaldi þess verður gerður skriflegur samningur um veiðarnar. - Guðsteinn vék nú af fundi.
 
Kl. 12:00 mættu á fund nefndarinnar Stefán Sigurðsson og Hans Birgir Friðriksson. Þeir voru boðnir velkomnir til fundar.
Kynntar voru hugmyndir nefndarinnar um breytt fyrirkomulag á greiðslum fyrir veiðarnar, líkt og gert var fyrir þeim sem áður mættu (í dag) á fund nefndarinnar.
Stefán og Hans Birgir hafa aðallega stundað minkaveiðar en hafa þó unnið nokkur refagreni undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að Stefán og Hans Birgir fái hluta af Skagasvæðinu og Tindastólssvæðið til grenjavinnslu.
Þeir félagar tóku hugmyndum nefndarinnar nokkuð vel, í framhaldi verður gerður skriflegur samningur við þá félaga um veiðarnar. - Viku þeir nú af fundi.
 
Samþykkt var að semja bréf til sauðfjárbænda og óska eftir samvinnu við þá varðandi refaveiðar og gera þeim grein fyrir nýju skipulagi um veiðarnar.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Sigurður Haraldsson, ritari.