Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Ár 2007, fimmtudaginn 31. maí, kl. 10:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
Mætt voru: Einar E. Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá
- Viðræður við veiðimenn refa- og minkaveiða
Einar setti fund, bauð fundarfólk velkomið, og þá sérstaklega Garðar Jónsson, en hann hefur séð um veiðar á ref í Kolbeinsdal og Hjaltadal.
Garðari var gerð grein fyrir þeim breytingum, sem verða á greiðslum fyrir veiðar á ref og mink, sem stafar af minna fjármagni til ráðstöfunar til veiðanna samkv. fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2007. Greidd verður ákveðin upphæð pr.dýr, þar í innifalin verðlaun, vinna, akstur og leit. Þessi tillaga á við bæði ref og mink.
Garðar mun sinna veiðum á umræddum svæðum og gerður verður við hann rammasamningur um veiðarnar.
Garðar vék nú af fundi.
Kl. 11:00 mætti til fundarins Steinþór Tryggvason, sem séð hefur um veiðar á ref í Viðvíkursveit og Þorsteinn Ólafsson, sem séð hefur um veiðar í Hegranesi og minkaveiðar í Viðvíkursveit, voru þeir boðnir velkomnir til fundar.
Þeim félögum var gerð grein fyrir hugmyndum nefndarinnar líkt og var gert fyrir þeim veiðimönnum, sem mætt hafa á fund nefndarinnar og tóku þeir tillögum nefndarinnar af skilningi.
Steinþór og Þorsteinn munu sinna veiðum á umræddum svæðum og í framhaldi þess verður settur upp rammasamningur um veiðarnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari.